Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 65
Hlin
63
tölulega sjaldan, sem þess ev þörf. — Mörg barnanna
dvelja á heimilunum aðeins um stundarsakir, vegna veik-
inda móðurinnar, skilnaðar foreldra, húsnæðisleysis eða
annara vandræða. — Ef útsjeð þykir um það, að móðirin
geti tekið barnið til sín, er reynt að fá því gott fostur, ef
móðirin samþykkir það. — Er oft hægt að fá fóstur handa
börnum á ýmsum aldri, þó flestir vilji taka börnin sem
yngst. — Dagbeimilin, leikskólamir og dagvöggustofan,
sem Barnavinafjelagið Sumargjöf rekur, aðstoða og oft.
Eru þau mikil hjálp fyrir mæður, sem vinna úti Og hafa
þann kost að barnið rofnar síður úr tengslum við móður-
ina,'þegar hún getur liaft barnið hjá sjer á nóttunni. —
har sem um veikindi móðurinnar er að ræða, myndi oft
vera hægt að komast hjá því að fjarlægja börnin af heim-
iliriu, ef húshjálp væri fáanleg.
E. Já, við vitum að það er rnikið vandamál með hús-
hjálpina. — Hvað segirðu um það?
Þ. Jeg held að húsmæðurnar sjálfar gætu gert mikið til
þess að breyta þessu, með góðum vilja. — í fyrsta lagi
virðist bera á þeirri skoðun að heimilisstörf sjeu ekki eins
mikilvæg og ýmis önnur störf, jafnvel meðal húsmæðr-
anna sjálfra, og þyrftu þær því að taka liöndum sarnan
um það að hefja heimilisstörfin til vegs og virðingar á ný.
— Er það nokkuð mikilvægara fyrir konu að skrifa pönt-
un um álnavöru eða standa í búð og afgreiða álnavöru,
en að sauma litla flík handa barninu sínu úr þessari vöru?
— Skrifstofustúlkan fær ef til vill ónot frá yfirmanninum
fyrir lítilfjörfega villu í pöntunarbrjefinu, sem hann fes
henni fyrir. En móðirin, sem saumar kjólinn, hrífst af
sköpunargleði yfir flíkinni og gleðst af kæti barnsins, þeg-
ar það fer í nýja kjólinn. — Og hvort er skemtilegra að
standa við að mæla kaffi í poka í verksmiðju allan daginn
eða hita góðan kaffisopa handa manninum sínum?
Raunverulega eru heimilisstörfin lífrænni, skemti-
legri og tilbreytingarmeiri en vjelrænu störfin, að minni
iiyggju.