Hlín - 01.01.1960, Síða 73
Hlin
71
gang. Gamla fólkið hefur reynst mjög ánægt með þessa til-
högun. — Með þessu móti getur það <enn um hríð verið í
sínu gamla, góða fari. — Hjálparhellan þeirra er líka
ánægð, þarna fann hún verkelni, sem var henni heppi-
legt, og um leið gat hún innunnið sjer aukaskilding, án
þess að vanrækja sitt eigið heimili.
Nú má enginn skilja orð mín svo, að jeg álíti elliheim-
ilurn oíaukið eða að þeirra sje engin þörf. — Of mörg
dæmi um brýna nauðsyn slíkra staða blasa við, til þess
að láta sjer detta slíkt í hug. — Til dænris er fjölda margt
fólk þannig á vegi statt síðustu ár æfinnar, að það þarf
meiri hjálpar og hjúkrunar við en svo, að slík heimilis-
hjálp, er að ofan getur, myndi nægja því. — Þá þarf það
að eiga sjer vísan samastað, þar sem allur aðbúnaður er
við þess lræfi. — Þar gegna elliheimilin miklu hlutverki.
— Margur maðurinn er líka þannig settur, að elliheimilin
eru lronum nauðsyn sem staður, þar sem hann getur átt
sitt skjól og sitt heimili á efstu árurn sínum, — án þess að'
líkamskraftarnir sjeu mjög þrotnir. — Ýrnasr ástæður geta
valdið því að svo sje. — Árin liafa e. t. v. fært hann ofur-
lítið til hliðar, ef svo má segja, — hann gengur sem sagt
ekki lengur í takt við samtíð sína. — Á elliheimilinu finn-
ur hann að þetta horfir öðruvísi við, þar er hann nær
sinni kynslóð og finnur að honum er á engan hátt ofauk-
ið. —■ Og ýmsar fleiri ástæður geta legið til þess, að lreppi-
legt og æskilegt er, að elliheimilin sjeu starfrækt, og að
þar eigi gamla fólkið visst skjól, ef það þarf þess með og
vill.
Þess vegna finst mjer í stuttu máli, að leggja beri jöfn-
um liöndum áherslu á að efla heimilishjálp til gamla
fólksins, sem enn getur og vill vera á sínum stað — og
meta og styrkja starf elliheimilanna, sem hafa einnig
mjög nauðsynlegu hlutverki að gegna, og reynast oft liið
ágætasta athvarf, þegar fýkur í flest skjól.