Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 80
78
Hlm
reiðubúin til þess að styðja og styrkja þessa starfsemi eftir
bestu getu.
Við stöndum svo langt að baki nágrannaþjóðum okkar
í þessum efnum, að það er ekki vansalaust, og við megum
ekki vera jafn-sofandi í þessum málum og við höfum ver-
ið að undanförnu.
Við ættum að geta framleitt í landinu nægilegt græn-
meti handa okkur, og þegar þar við bætist framleiðsla
gróðurhúsa: Gúrkur, tómatar, bananar og vínber, Jrá ætt-
um við ekki að þurfa að flytja inn annað grænmeti eða
ávexti en iepli og appelsínur á jólum og öðrum stórhátíð-
um. — Nú mun árlega flutt inn í landið grænmeti fyrir
fjórar miljónir króna, og líklega annað eins af ávöxtum.
Þó að iandið okkar sje kalt og vindbarið, þá má samt
ná hjer mjög góðnm árangri með notknn sólreita og skjól-
belta. — Það er talið að á milli góðra skjólbelta sje hitinn
tveimur stigum hærri en á bersvæði. — Þessi hitamunur
gerir Jjað að verkum, að innan skjólbeltanna má fá ár-
vissa uppskeru af þeim nytjajurtum, sem að öðrum kosti
ná ekki sæmilegum Jjroska nerna í sjerstaklega góðum
árum.
Skjólljeltin stuðla mjög að því, að hægt er að gera
áætlun um uppskerumagnið, sem líkindi eru til að verði
fyrir hendi að haustinn. — En auk Jress að skjólbeltin eru
lyftistöng fyrir garðyrkjuna, þá eru þau jafnframt trjá-
rækt, sem er til höfuðprýði á hverju sveitaheimili. — Með
gróðursetningu skjólbelta er þannig hægt að sameina
skógrækt og hagnýta garðyrkju, og er því ekki ólíklegt,
að menn verði fúsari lil Jress að fórna Jreim fj,e og fyrir-
höfn, heldur en menn hafa verið við að koma upp trjá-
lundum við heimili sín.
í sambandi við star.f garðyrkjuráðunauta, má nefna
kirkjugarðana í sveitum landsins. —• Flestir kirkjugarð-
anna minna frekar á braggarústir en bústaði framliðinna,
og eru þeir þó margir á sögufrægum stöðum. — Þessu
verður að breyta til batnaðar á næstu árum, og þyrfti hjer