Hlín - 01.01.1960, Síða 83
Hlin
81
hygg jeg að hún sje óslítandi. — Konan, sem með mjer
var, keypti tösku með venjulegu lagi og mörgum hólfum
og var sú dýrari.
Margir fagrir munir voru þarna á torginu: Handsaum-
aðir dúkar, skartmunir ýmiskonar, trjeskurður og flerra.
Þegar jeg sá alla þessa handunnu muni, flaug mjer í
hug, að við hjer heima gætum lært að búa til margt, sem
aðrir vildu eignast, og aflað okkur með því vandfengins
gjaldeyris. — Jeg tók eftir því í sveitinni, þar sem jeg
þekti best.til, að með aiiknum vjelabiiskap verða margar
stundir aflögu. — Og nýlega las jeg blaðaviðtal við sauð-
fjárbónda, sem lætur í Ijósi þá skoðun, að koma þurfi á
fót iðnaði úr íslensku hráefni og nefnir ull rneðal annars,
og gætu bændur stundað slíka iðju á vetrum, til þess að
auka tekjur sínar.
Fyrir nokkrum árum var nrjer sagt, að sumir bændur
væru hættir að rýja fjeð, því Jreim fyndist það ekki borga
sig. — Jeg vorkendi blessuðum skepnunum að þurfa að
ganga í tveimur reifum alt sumarið, og fyltist harmi, ]ieg-
ar jeg hugsaði til þess, að ullin er eitthvert besta efni, sem
til er í föt, bæði í hita og kulda.
„Ef við hefðum svona ull að vinna úr, gætum við mikið
gert,“ sögðu frönsku konurnar um íslensku ullina á sýn-
ingunni í París.
Á útlegðarárum mínum komst jeg fljótt að því, að alt
var selt dýru verði, sem gert var tir ull. — Nærfatnaður,
blandaður ull, varð dýrari eftir því sem ullarhlutfallið
jókst, svo sem þrjátíu af hundraði, fjörutíu af hundraði o.
s. frv. — Skólastúlkur, flestar, ganga þar í ullarpeysum,
bæði í mentaskóla og h’áskóla, og þykir Jrað hentugasti
hversdagsklæðnaðurinn. — Piltar nota og peysur mikið.
Peysur úr ull eru mjög dýrar. En dýrastar eru þó sam-
kvæmispeysurnar, sem ern skreyttar með rósuin og öðru
útflúri.
Prjón hefur verið sú iðjan ,sem konur hafa gripið til
undanfarið, bæði vjelprjón, aðallega nærföt, og hand-
6