Hlín - 01.01.1960, Qupperneq 86
84
Hlín
rósaleppum, barnahúfur, skotthúfur, prjónaðar úr ísl.
heimaunnu bancli. Einnig flauelshúfur og silkiskúfa,
kniplinga á upphlutsbúning, baldýringar, orkeringar
framan í peysuermar og í hálsmál á upphlutsskyrtur o. fl.
— Hefur þetta yfirleitt verið falleg vinna og jafnvel mjög
falleg.
í prjónaleysinu síðustú 5—6 árin hef jeg látið smíða
bambusprjóna, sem þykja mjög góðir, svo langt sem þeir
ná. En það eru aðeins 5-ganga-prjónar, í þrem stærðum,
og frekar grófir. — Upp á síðkastið hef jeg orðið að seilast
vestur í Húnaþing og austur í Þingeyjarsýslu eftir srnið-
um. — Tágaspengur í húfur ljet jeg einnig smíða, á með-
an tágar fengust í þær.
Minjagripi, svo sem smáskó og smávettlinga (kápu-
skraut), hvorttveggja mjög Iiaglega gert, hef jeg látið
framleiða talsvert, en fæ ekki nóg nú upp á síðkastið. —
Margar hafa spreytt sig á þessum smálilutum, en ekki
tekist eins vel og þeim tveim konum á Akureyri, sem að-
allega hafa unnið þá fyrir mig: Margrjeti Valdemarsdótt-
ur og Helgu Jónsdóttur. Þó hefur mjög falleg útkoma
orðið á þessu undir handleiðslu frú Huldu Stefánsdóttur
á Kvennaskólanum á Blönduósi. — Þaðan fjekk jeg nokk-
ur pör.
Skemtilega minjagripi hef jeg keypt af frú Ólöfu
Björnsdóttur, ekkju Pjeturs HalldórsSonar borgarstjóra í
Reykjavík, eru það brúður í íslenskum þjóðbúningum,
svo litlar, að þeim má stinga innan í brjef. Frú Ólöf er
líka alþekt af pjötlusaumnum sínum, sem er mjög
listrænn.
Önnur reykvísk kona: Frú Ástríður Eggertsdóttir, býr
til kjólablóm, sem þykja mjög falleg og smekkleg. Hef
jeg haft talsvert tirval af þeim til sölu. — Vor og haust býr
hún til mikið af blómum og blómsveigum handa ferni-
ingarstúlkum, sunnanlands og norðan, og ef til vill víðar.
Þriðja Reykjavíkurkonan, frú Fríða Knudsen (fædd
hjer á Akureyri), er líka vel ]x:kt fyrir fagra smámuni,