Hlín - 01.01.1960, Qupperneq 104
102
Hlín
Hugsað til Vopnaf jarðar.
Minning frá liðnu sumri um land og fólk þar
eftir Sigurð Blöndal, skógarvörð á Hallormsstað.
Þegar jeg var strákur, og langt fram eftir aldri, var í
huga mínum ógnarlega langt norður til Vopnafjarðar.
Mjer fanst, að þar hlýti að vera afar kalt, sífeld norðan-
þemba. Jeg hjelt, að það væri miklu kaldara á Vopnafirði
en t. d. norður á Húsavík, og fanst þetta í rauninni miklu
fjarlægari staður. Jeg var líka kominn yfir þrítugt, er jeg
komst loksins alla leið þangað norður. — Síðastliðið sum-
ar var jeg svo heppinn að eiga þess tvisvar kost að koma
til Vopnafjarðar, í seinna skiftið í fögru veðri, þegar sveit-
in skartaði sínu fegursta.
Fáir staðir, sem jeg hef konrið til, liafa reynst svo ólíkir
hugmyndum nrínum um þá eins og Vopnafjörður. — Sú
er önnur ástæða til þess, að jeg finn hvöt hjá mjer til að
lrripa upp þessar minnisgreinar, ef það mætti fræða les-
endur um hið fagra hjerað. Hin — og lrún er veigameiri
— er sú, að í bygð Vopnafjarðar hef jeg sjeð nrestan mynd-
arbrag einstakra sveita á Austurlandi, og er ærin ástæða
til að geta þess, sem lofsvert er, í því efni sem öðrum.
Þaðer löng leið að komast frá Hjeraði til Vopnafjarðar
á bíl. Einkum finst manni hún aldrei ætla að taka enda,
þegar ekið er í fyrsta sinn frá Möðrudal út Langadal og
Dimmafjallgarð á haustkvöldi í þoku. — Vegurinn er líka
seinfarinn. — En þetta sýnist styttra í næsta skifti, ekki
síst þegar veður er bjart og 'kyrt og maður hefur landið
fyrir augum. Það eru mjúkar heiðalínur og mikil víðátta,
eftir að kemur niður úr Langadal. — Hjer uppi einhvers-
staðar gæti Vopnfirðingurinn, Þorsteinn Valdimarsson,
hafa ort eitt fegursta kvæði sitt: Auðn. — Þar held jeg hrif