Hlín - 01.01.1960, Síða 117
Hlin
115
Það er skiljanlegt, að alt það mikla sælgæti, sem er til
sýnis í smábúðum, mjólkur- og matarbúðum, já, meira að
segja í lyfjabúðum — freisti barna og unglinga. — En mjer
er óskil janlegt, að mæður skuli halda sælgætisáti að litlu
óvitunum sínum, og kenna þeim þannig að heimta pen-
inga til slíkra hluta, þegar þau stækka.
Vitið þið ekki, ungu konur, að með þessu eruð þið að
skemmta einhverja hina mestu prýði mannlegrar veru og
þýðingarmikil líffæri, tennurnar? — Og að þær skemdir
valda oft hinum sárustu kvölum, tannpínunni, og því sem
í hennar kjölfar fer. — Það er staðreynd að sykur- og sæl-
gætisát er mjög skaðlegt bæði bama- og fullorðinstönn-
um. Það sýndu rannsóknir, sem gerðar voru í Noregi á
stríðsárunum, ennfremur rannsóknir gerðar í Grænlandi
og víðar.
Ef börnin biðja unr eitthvað gott, ættuð þið heldur,
mæður, feður, ömmur og afar, að stinga gulrót eða harð-
fiskbita að barninu, eða — ef farið er með barnið í búð —
og ykkur finst að þið endilega þurfið að gefa því eitthvað,
þá látið það vera rúsínu, döðlu, gráfíkju, epli eða banan.
Þetta mikla sælgætisát barna og unglinga, sem nú á sjer
stað, er leiður vani, sem foreldrarnir eiga mikla sök á —
og ekki eru þeir heldur saklausir, sem búa til og versla
með óþarfa þennan á ólíklegsutu stöðum til sjávar og
sveita.
Kennið börnunum, gott fólk, um leið og þið venjið
þau á að drekka mjólk og borða liollan, íslenskan mat, að
skola munn og tennur úr volgu vatni eftir hverja máltíð
og bursta þær rækilega að síðustu máltíð lokinni, undir
svefninn.
Með því stuðlið þið að heilbrigði barna ykkar.
Margrjet Jóhannesdóttir, hjúkrunarkona.
8*