Hlín - 01.01.1960, Page 118
116
H lín
Hátíðaóskir
frá íslendingum vestan hafs til íslendinga austan hafs á
jólunum 1959. Hljóðritað í Winnipeg 10. des. 1959 undir
sjórn Haraldar Bessasonar, prófessors.
Ávarp Grettis L. Jóhannsonar.
Kæru íslendingar!
Jeg finn til metnaðar yfir því sem ræðismðaur íslands í
Kanadisku sljettufylkjunum þremur: Alberta, Saskat-
chewan og Manitoba, að flytja ykkur hjartfólgnar jóla- og
nýárskveðjur frá ættbræðrum yðar vestan hafs. — Lang-
flestir þeirra lmgsa enn lilýtt til íslands og þrá að fylgjast
með helstu atburðum, sem gerast í íslensku þjóðlífi. —
Við lijer í vestrinu kappkostum af fremsta megni að efla
samtök meðal hinna dreifðu bygða í Norður-Ameríku,
vinna að viðhaldl íslenskrar tungu, jafnframt því að
styrkja menningartengslin meðal íslendinga vestan liafs
og austan. — Hjer væri ekki rjett skýrt Irá, ef farið væri í
felur með þá erliðleika, sem af skiljanlegum ástæðum
f'ara vaxandi eftir því sem hinir eldri íslendingar týna töl-
unni. — Það er ekki vandskilið mál, að það er miklum
vandræðunr bundið að halda úti íslensku vikublaði utan
íslands stranda. — Vikublaðið „Heimskringla“, sem hóf
göngu sína 1886, og „Lögberg", sem stofnað var í janúar
1888, hafa nú sameinast í eitt blað, sem kemur út viku-
lega og nefnist „Lögberg—Heimskringla". — Vitaskuld
hafa blöðin jafnan átt erfitt uppdráttar, en aldrei meira
en nú, og þakkfátir erum við Vestur-íslendingar fyrir
þann fjárhagslega stuðning, sem hið iiáa Alþingi liefur
veitt vorum íslensku vikublöðum og með jrví lengt líf
þeirra. í hinni ströngu baráttu vorri vestan hafs fyrir
yerndun ísfenskunnar verður vikublaðið rjettilega nefnt