Hlín - 01.01.1960, Side 139
Hlin
137
Jólin voru þau kyrlátustu, sem jeg hef átt í áratugi, þó fór jeg
til Núpskirkju á annan jóladag og á jólatrje líka að Núpi, þar var
fjölment, næstum allir hreppsbúar, og þó nokkrir frá Þingeyri. —
Það fór ágætlega fram.
Það var smiður hjá mjer í sumar að hlúa að bænum fyrir vet-
urinn, en þannig er að strjálbýlinu hlúð af því opinbera, að við
fáum ekki rafmagnið. Tvö ystu býlin og tvö þau instu í sveitinni
eru afskift. — Sumarið var erfitt, mjög votviðrasamt, frá miðjum
júlí og fram á vetur, eða út heyskapartíma, fram yfir allar leitir,
voru hjer aðeins tveir heilir dagar þurkur, samt hafðist það að ná
þessari tuggu handa kusu og dóttur hennar frá í fyrravetur, sem
lifir henni til ánægju. Fjósið, sem jeg ljet byggja í sumar, er ekki
stærra en handa þeim, svo þú sjerð, að ekki er búhugur stór —
enda árin 69.
Svo þakka jeg þjer, kæra Halldóra, allan hlýhug til mín, alger-
lega óverðskuldað, og bið Guð að blessa þjer æfikvöldið, hvort
sem það verður langt eða skammdegisvaka — eða styttra — en
það er eins og stendur í yndislega sálminum okkar: „Jeg lifi og
jeg veit.“ — Guð einn veit nær „stundin hentust er.“ — Það tel
jeg fyrir víst, að svo hafi einnig verið með fráfall mannsins míns
sáluga, og tek því með rósemi, því gott er alt, sem Guði er frá.
Guðný Gilsdóttir, Arnarnesi.
Úr Egilsstaðakauptúni er skriíað eítir hátíðar 1960: — Jeg er
nýkomin af sjúkrahúsi, en er óðum að hressast, tók fram rokkinn
minn í morgun og fór að spinna, held það sje meinabót. Jeg held
það sjeu örfáir hjer í nágrenninu, sem spinna. Menn kaupa bandið
eða prjóna leistana úr lopa, en það hefur mjer altaf fundist dálítið
óverklegt. — Hjer er nýlega búið að halda Þorrablót, það var
haldið í Kvennaskólanum á Hallormsstað. Það er ágætt að víkja
þangað, en nú vonum við, að Fjelagsheimilið, sem verið er að
reisa, verði tilbúið fyrir næsta Þorrablót. Svo hafði Kvenfjelagið
jólatrje fyrir börn, eins og það gerir altaf, það var líka í skólanum.
Þórunn Gunnarsdóttir á Skíðastöðum í Laxárdal, Skagafjarðar-
sýslu, var mikill skörungur, búkona mikil og reiðkona, tamdi jafn-
vel hesta. Hún reið á þófa þegar hún var að temja. — Hún bjó
alla sína löngu æfi á Skíðastöðum og var sagt, að hún hefði ein-
ungis verið eina nótt að heiman, en hún dó 92 ára gömul. Þessa
einu nótt gisti hún hjá systur sinni, Sigurlaugu Gunnarsdóttur í
Ási í Hegranesi.
Guðmundur Pjetursson, útvegsbóndi í Ofeigsfirði á Ströndum,
var mikill aflamaður, stundaði hákarlaveiðar um 40 ára bil. Skip