Hlín - 01.01.1960, Side 145

Hlín - 01.01.1960, Side 145
Hlin 143 50 talsins. — Þetta er í fyrsta sinn, sem okkar fjelag hefur haft aðstöðu til þess að halda slíkan fund, og var okkur því mjög um- hugað að hann gæti farið vel fram.— Að fundarstörfum loknum bauð frú Hulda Jakobsdóttir, bæjarstjóri, fulltrúunum í kynnis- för um bæinn. — Voru þá barnaskólarnir skoðaðir og ennfremur nýr fimleikasalur, sem tekinn var í notkun síðara hluta vetrar. Einnig var farið í skrúðgarð bæjarins, sem nú þegar er kominn í þó nokkurn blóma, enda hefur vorið verið einmuna gott. — Að lokum var farið upp á þak Fjelagsheimilisins, en þaðan er dásam- legt útsýni yfir nærliggjandi sveitir. — Virtust konurnar mjög hrifnar af því sem fyrir augu bar, og framkvæmdir allar bera vott um stórhug hjá hinu unga bæjarfjelagi okkar. — Um kvöldið var haldið hóf í veitingasal Fjelagsheimilisins og sátu það um 70 kon- ur. — Undir borðum tóku nokkrar konur til máls, þar á meðal frú Helga Magnúsdóttir á Blikastöðmu, sem er formaður Sam- bandsins, og Rannveig Þorsteinsdóttir, lögfræðingur, og ljetu í ljós ánægju sína með daginn. — Samkomunni var slitið um kl. 11 um kvöldið og hjeldu fulltrúar þá heimleiðis. Fyrir rúmum mánuði var hafist handa um kirkjubygginguna og miðar henni ört áfram. Frá Hellssandi á Snæfellsnesi er skrifad á Góunni 1960: — Kvenfjelagið okkar starfar með svipuðum hætti og verið hefur. — Við höfum nú selt Samkomuhúsið okkar, og höfum þar losnað við erfiðan bagga, því ágóði af því varð aldrei neinn í okkar hönd- um. — Nú vinnum við að því að koma okkur upp skrúðgarði, Það er tæplega hektari lands, sem við eigum, og ljetum girða 1955. Síðan hefur þetta verið skipulagt að nokkru og gróðursett, bæði trjáplöntur og fjölært, ásamt hinum sjálfsögðu litfögru sumar- blómum. — Síðastliðið sumar ljetum við reisa þarna líkingu af litlum sveitabæ og á klettabeltinu fyrir ofan litla bæinn er stór flaggstöng, þar sem okkar elskaði, islenski fáni blaktir við hún hvern helgan dag yfir sumarmánuðina. — Sjerstök garðyrkju- nefnd hefur umsjón með garðinum, en fjelagskonur allar hjálpast að við að hirða hann, og hafa þær sýnt mikla fórnfýsi og dugnað. — Þá vil jeg geta þess, að hreppurinn styður þetta framtak með 3000.00 kr. é ári og margir hafa gefið okkur dagsverk, t. d. var okkur gefin mestöll vinna við bæinn, og Ragnar Konráðsson, sem átti helming af þessari landareign, gaf okkur sinn hluta, en sú upphæð nam 5000.00. Það sem mest háir starfi sem þessu, er kostur á hæfu fólki til leiðbeiningar, og saknar maður nú sáran garðyrkjukvennanna góðu, sem ferðuðust um fyrir nokkrum árum og unnu mikið og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.