Hlín - 01.01.1960, Qupperneq 146
144
Hlín
þarft verk í sveitum landsins með því að vekja fólk til umhugs-
unar um gróðurmátt hinnar íslensku moldar og nauðsyn þess að
klæða landið. — Vildi jeg mega skora á Búnaðarfjelög og sam-
bandsdeildir kvenfjelaganna að taka til rækilegrar athugunar,
hvort ekki sje tímabært að slik starfsemi verði tekin upp að nýju.
Orð í tíma talað. Fimm ára áætlurt íslendinga. — Stígum á
stokk og strengjum heit að komast úr skuldunum næstu fimm
árin. Við getum það ef við viljum og erum samtaka. — Við erum
nú þegar svo vel í stakk búin, að við getum blásið mæðinni og
minkað kaupin: Fötin eigum við mikil og góð. Innanstokksmunir
meiri og betri en nokkurn hafði órað fyrir. Allskonar tæki til þæg-
inda, innanhúss og utan, að maður tali nú ekki um fæðið.
Við megum vara okkur á að vera ekki dregin í dilk með þess-
um nýríku, sem hlegið er að um heim allan. — Til lítils er að
sýna allstaðar stórlæti og rausn, þegar alt er í skuld. — Rækjum
að nýju hinar" fornu dygðir: Nýtni, hirðusemi og sparsemi, þá
mun vel farnast.
Það er ekki laust við, að maður sje hálfhræddur við alla þessa
nýju tækni, sem við erum búin að tileinka okkur: Olíukynding
upp um allar sveitir. Dýr olía, keypt einhversstaðar suður í álf-
um. — Ef hún bregst, hvað þá? — Kuldi! — Og ef rafmagnið
bregst einn eða tvo daga, þá kuldi og myrkur! — Engum dettur í
hug að hafa til vara gamla vinkonu, eldavjelina, að maður tali nú
ekki um kolamola, móköggul, eða taðflögu, eða olíu á lampa. —
Nei, treysta á tæknina!
Athugið þetta, góðir hálsar! — Ur skuldunum skulum við
komast!
Okkar elskaða land, frítt og frjálst! Og við sjálfstæð — og
glöð.
Islenskur iðjuhöldur skrifar: Og svo hætti jeg og legst til hvíld-
ar með þá bæn i brjósti mínu, að geta orðið lítið ljós á vegi ná-
unga mins á næsta degi. — Kannske hefur Guð gefið okkur öll
þessi blessuð barnabörn til þess að æfa okkur í blíðu og ljósgjöf
til annara.
Frú Bodil Begtrup, fyrverandi sendiherra Dana hjer á landi,
skrifar: Mjer þótti vænt um að fá „Hlín“ senda, fanst jeg vera
komin heim til Islands aftur, mintist heimsóknar minnar á fund
ykkar á Skagaströnd og á Akureyri.
Það var mjer altaf mikil ánægja og ljetti mjer starfið, hve kon-
urnar á Islandi tóku mjer allstaðar vel.