Hlín - 01.01.1960, Page 158
156
Hlín
J
Kvenf jelag Sauðárkróks sextíu ára.
Sáuð þið fyrir sextíu árum
samtaka skyldulið
örvilna, berjast eins og hetjur
öreiga, fátækt við?
Ekkju, sem „hópinn“ annast þurfti,
öreigans ganga veg,
móður, sem ljet að litlu barni,
lúin og hrakningsleg?
Þektuð þið svo, á sama tíma,
sjúklinga þyrnibraut?
Gætu þeir ekki „borgað brúsann“,
beið þeirra kvöl og þraut.
Þektuð þið börn, sem aðeins eygðu
óskir um skemtifund,
eða það fólk, sem átti hvergi
athvarf á neyðarstund?
Sáuð þið, fyrir sexttíu árum,
svolítinn kvennaflokk
leggja sindrandi silfurkrónur
saman í gripastokk?
Meðlimatala og fundafjölgun
fjelagsins efla hag,
sameignar fyrstu sjóðir myndast
sólvarman gæfudag.
Funduð þið hvernig fór um æðar
fagnaðar alda sterk,
þegar fjelagið fyrsta sinni
framkvæmdi líknarverk?
Skilduð þið djúpa glaðningsgleði
gjafa á þeirri tíð,
ellegar hinar bljúgu bænir,
blessnarorðin þýð?