Valsblaðið - 01.05.2008, Qupperneq 53

Valsblaðið - 01.05.2008, Qupperneq 53
'úm 1 * '£MM\ - Hversu marga leiki spilaðir þú vel? „Ég var jafn óánægður með mig eins og gengi liðsins. Mér fannst ég spila „allt í lagi“ og fyrir mér voru það gríðarleg vonbrigði. Ég hafði háleit markmið fyrir sumarið. Mig Iangaði eiginlega meira að verja titilinn en vinna til hans í fyrra.“ - Hvort hentar þér betur að vera miðjumaður eða vinstri bakvörður? „Þjálfarinn vill meina að mín kjör- staða sé í bakverðinum og ég er næstum því sammála honum. Stundum finnst mér ég ekki alveg nýta alla hæfileikana í bak- verðinum, að ég gæti gert það meira inni á miðjunni. Aftur á móti var það alltaf staða sem ég var að leysa þegar meiðsli komu upp. Mér er reyndar nokk sama hvar ég spila svo fremi að ég sé í liðinu.“ - Landsliðsmaður sagði mér um dag- inn að hann myndi varla nenna að œfa fótbolta ef hann fengi ekki borgað fyrir það. Er þetta almenn skoðun leikmanna í dag? Verð menn ekki að hafa ástríðu fyr- ir íþróttinni til að ná árangri‘“ „Ég kannast ekki við þetta og sjálfur æfi ég mjög mikið aukalega. Það er vit- anlega aukaatriði hvort maður fái borgað fyrir að spila. Ég skil ekki hvernig hægt er að ná árangri ef ástríðuna skortir því það er hún sem knýr mann áfrarn." - Hvernig er andinn í landsliðinu mið- að við sumarið áður? „Ég var bara í landsliðinu hjá Loga og Asgeir, en ekki Eyjólfi, en ef ég ber stemningu þeirra saman við það sem er að gerast núna er hún allt önnur og betri núna. Það er miklu meiri léttleiki í gangi en samt er erfltt að festa orð á þetta. Það er einhvern veginn miklu skemmtilegra í þessu núna.“ - Ertu sammála mér í því að leikmenn séu yfirleitt betri á landsliðsœfingum en í leikjunum? „Algjörlega. Þetta er einhverra hluta það sama og ég upplifði hjá Val í sum- ar. Gæði leikmanna skína í gegn á æfing- um en í leikjum er eins og margir þeirra hverfi inn í skelina. Það hlýtur að hafa með hugarfarið að gera. Ef við förum inn á völlinn með því hugarfari að við getum ekki unnið, mun það nákvæmlega gerast. Menn verða að hafa trú á sér en reyndar finnst mér þetta vera að koma hjá lands- liðinu. Fyrri hálfleikur á móti Skotum í sumar var mjög góður að mínu mati þar sem liðið hélt boltanum vel og var svaka- lega svekkjandi að fá ekkert út úr honum. Ég hef mikla trú á okkur í þessum riðli.“ - Mætti huga meira að matarœði, hug- arþjálfun, markmiðasetningu og slíku hjá Val og landsliðinu? „Það er ekki langt síðan ég gerði mér grein fyrir því hversu mikilvægt er í fót- bolta að hafa hugarfarið í lagi, vera með bullandi sjálfstraust. Það þarf að vinna miklu meira með sjálfstraustið og ég á margt ólært í þeim efnum. Fyrir leiki þarf ég virkilega að hugsa um hvað ég ætli að gera og beita markvissri hugarþjálfun til þess að spila almennilega. Ég byrjaði að gera þetta fyrir tímabilið 2005 og mér fannst verða breyting hjá mér hvað varð- ar mína getu samhliða því. En ég á samt að geta miklu betur.“ - Við hverju býstu af Val nœsta sumar? „Við ætlum kláralega að berjast um Islandsmeistaratitilinn og ég tel okkur eiga góða möguleika á að endurheimta hann. Við viljum líka sýna og sanna að við erum ekki eins daprir og við vorum sumarið 2008.“ - Hvernig líst þér á þá leikmenn sem hafa komið til Vals? „Mér líst mjög vel á þá alla. Ólaf- ur Páll og Pétur Maack eru fljótir leik- menn, sem okkur vantaði klárlega, ekki síst hvað varðar hraða fram á við. Reynir Leós og Ian Jeffs eru reynslumiklir leik- menn sem munu nýtast okkur vel.“ - Æfirðu mikið umfram hefðbundnar œfingar? „Já, ég geri það og sumir vilja meina að ég æfi of mikið. Eflaust er eitthvað til í því. Ég hef varla tekið frí eftir sumar- ið, vegna landsleikjanna en ætli ég slaki ekki aðeins á um jólin. Það er ekki gott að lenda í ofþjálfun." - Kitlar atvinnumennskan aftur? „Þegar ég kom frá Silkeborg sagði ég að þetta væri orðið gott, að ég væri búinn að prófa en atvinnumennskan gekk illa. Ég myndi vitanlega skoðað allt spenn- andi sem mér stæði til boða. Mig langar mest að eiga gott tímabil hjá Val og klára ferðamálafræðina í háskóla fslands sem ég er hálfnaður með.“ - Hvort er talað meira um handbolta eða fótbolta heima lijá þér? „Það er eiginlega mest árstíðarbund- ið. Þessa stundina er mest talað um hand- bolta og ég er mjög stoltur af Berglindi sem var valinn besti leikmaðurinn í riðla- keppninni í undankeppni EM á dögun- um. Það er mikið afrek.“ - Hvernig stríðir hún þér helst, íþrótta- lega? „Hún stríðir mér nú ekki mikið, held- ur segir hún að ég sé ekki nógu ákveð- inn og að hún vilji helst sparka í mig fyr- ir leiki til að koma mér í rétt stand. Ég hef heyrt þetta frá fleirum og er sammála þessu. Ég er frekar róleg týpa og skipti ekki oft skapi en það er heppilegt ef ein- hver brýtur á mér í upphafi leiks því þá verð ég reiður og spila betur. Ég verð að vinna í þessu eða ráða mann til að gefa mér utanundir fyrir leiki.“ - Ertu sáttur við umgjörðina í kring- um Val? „Það er hugsað mjög vel um allt sem lítur að meistaraflokki. Við erum með frábæra stjórn og frábæran þjálfara og allt starfsfólkið í kringum liðið er að leggja sig vel fram.“ Valsblaðið 2008 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.