Valsblaðið - 01.05.2008, Síða 55
odafone
miklar að þær standist kröfur tímans um
næstu 100 ár a.m.k. Með það fyrir aug-
um verður hvert handtak að vinnast og
hver hugsun að rniðast," skrifaði Ólaf-
ur Sigurðsson þáverandi formaður Vals í
Valsblaðið árið 1941 um framtíðarheim-
kynni Vals að Hlíðarenda. Kynngimögn-
uð orð sem hefur nú verið valinn heið-
urssess við inngang að áhorfendasvæðum
hér í húsinu.
Heiðursfélagarnir Jóhannes Bergsteins-
son og Sigurður Ólafsson heiðra okkur
hér með nærveru sinni í dag en, skarð var
höggið í hóp heiðursfélaga okkar þegar
Þórður Þorkelsson fyrrverandi formaður
Vals og heiðursfélagi féll frá fyrr í þess-
um mánuði 84 ára að aldri.
Ég vil biðja viðstadda að rísa úr sæt-
um og votta Þórði og öðrum fyrrum for-
ystumönnum Vals virðingu og þakklæti
fyrir þeirra ómetanlegu störf fyrir Knatt-
spyrnufélagið Val um leið og við hyll-
um heiðursfélagana, þá Jóhannes og Sig-
urð með lófataki. Án þessara kappa allra
værum við ekki hér í dag.
Það dylst engum, sem hingað kem-
ur, að Valshjartað slær að Hlíðarenda. í
því sambandi er við hæfi að geta hlutar
Kristins Ásgeirssonar, arkitekts og Vals-
manns, sem hefur hannað öll hin nýju
mannvirki sem við nú njótum að Hlíðar-
enda. Hann hefur lagt sig fram af alúð í
þetta verkefni, svo eftir hefur verið tekið.
Við Valsmenn höfum á undanförnum vik-
um og mánuðum tekið á móti mörgum
kollegum okkar í öðrum íþróttafélögum
í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum
og allir ljúka miklu lofsorði á mannvirk-
in, útlit þeirra, hönnun og ekki síst skipu-
lag. Það er verið að skrifa nýjan kafla í
íþróttasögu Reykjavíkur með þessum
nýju mannvirkjum að Hlíðarenda.
í framhaldi af vígslu þessa nýja keppn-
isvallar og áhorfendastúku mun bygg-
inganefnd Vals og Reykjavíkurborg-
ar, sem hefur stýrt þessu verki öllu láta
af störfum. Bygginganefndin hefur ver-
ið skipuð þeim Sigurði Lárusi Hólm og
Guðmundi Þorbjörnssyni, f.h. Vals og
Þorkeli Jónssyni og Ómari Einarssyni
fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Þá hefur
Pétur Stefánsson verið starfandi stjórn-
arformaður nefndarinnar og einnig hafa
Hrólfur Jónsson og Jóhannes Benedikts-
son starfað með nefndinni. Ég vil nota
þetta tækifæri til að þakka þessum mönn-
um öllum fyrir frábær störf og bið ykk-
ur um að hylla þá með lófataki um leið
og ég flyt þeim þakkir frá Knattspyrnu-
félaginu Val.
í dag er gleðidagur að Hlíðarenda.
Það er uppgangur og kraftur í öllu starfi
félagsins. Knattspyrnufélagið Valur
stendur nú á þröskuldi nýrrar og bjartrar
framtíðar og er aldrei sterkara og þrótt-
meira en einmitt nú, þegar félagið nálg-
ast 100 ára afmæli sitt þann 11. maí árið
2011. Ég óska okkur Valsmönnum og öll-
um Reykvíkingum til hamingju með dag-
inn.
Ávarp Vigfiísar Þórs Árnasonar
Borgarstjóri, ágætu Valsmenn og gestir.
Til hamingju með merkan áfanga í ein-
stakri sögu Knattspymufélagsins Vals á
Hlíðarenda. Á tímamótum eins og þeim
sem við fögnum hér í dag hugsum við
Valsmenn ávallt til stofnanda félagsins,
prestsins, æskulýðsleiðtogans, skáldsins
og mannvinarins séra Friðriks Friðriks-
sonar.
Okkur öllum er það hugleikið hverju
séra Friðrik áorkaði í öllu sínu lífi og
starfi. Ekki aðeins með því að stofna
Knattspymufélagið Val sem eitt út af fyr-
ir sig hefði haldið nafni hans á lofti um
ókomna tíð, heldur og að hann ýtti úr vör
og stofnaði KFUM er síðar varð KFUM
og K. Karlakórinn Fóstbræður stofn-
aði hann einn af okkar bestu karlakór-
um,sem og Knattspyrnufélagið Hauka og
eitt fyrsta skátafélagið Skátafélagið Vær-
ingja. Kirkjunni og þjóðinni gaf hann
síðan ljóðin sín, sálmana sína sem enn
í dag eru sungnir í Kirkjunni og KFUM
og K. Við öll eru þakklát fyrir hann séra
Friðrik. Hans göfuga starf sem mun lifa
þótt ár og dagur líði.
I ljóði sínu „Knattspyrna" sem hann
tileinkaði Val segir Séra Friðrik
Helzt mun leiksins heiður styðja
hófstillt lund, en framagjörn:
Drengileg sé dáð og iðja
drengileg í sókn og vörn.
Enginn þeysing út í bláinn
ekkert spark í fáti sett.
Öll sé leikmanna æðsta þráin
að allt sé fagurt, djarft og rétt.
Fram, fram frækið lið.
Fram, fram, sækið þið.
Að því marki sem leikinn láti
lærdóm verða á þroskabraut
tamning viljans með glóð í gáti
glæðing dyggða í hverri þraut.
Þá að lokum er lífið þrýtur
leik er slitið, marki náð,
sigurlaun og hnossið hlýtur
hann er sýndi trú í dáð.
Friðrik Friðriksson
Guð blessi þessi glæsilegu mannvirki
sem eru hér vígð, og allt það íþrótta-
líf, sem hér verður iðkað undir orðunum
hans séra Friðriks.
„Látið aldrei kappið bera fegurðina
ofurliði."
Til hamingju ágætu Valsmenn. Og svo:
„Áfram Valur“.
Valsblaðið 2008
55