Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 55

Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 55
odafone miklar að þær standist kröfur tímans um næstu 100 ár a.m.k. Með það fyrir aug- um verður hvert handtak að vinnast og hver hugsun að rniðast," skrifaði Ólaf- ur Sigurðsson þáverandi formaður Vals í Valsblaðið árið 1941 um framtíðarheim- kynni Vals að Hlíðarenda. Kynngimögn- uð orð sem hefur nú verið valinn heið- urssess við inngang að áhorfendasvæðum hér í húsinu. Heiðursfélagarnir Jóhannes Bergsteins- son og Sigurður Ólafsson heiðra okkur hér með nærveru sinni í dag en, skarð var höggið í hóp heiðursfélaga okkar þegar Þórður Þorkelsson fyrrverandi formaður Vals og heiðursfélagi féll frá fyrr í þess- um mánuði 84 ára að aldri. Ég vil biðja viðstadda að rísa úr sæt- um og votta Þórði og öðrum fyrrum for- ystumönnum Vals virðingu og þakklæti fyrir þeirra ómetanlegu störf fyrir Knatt- spyrnufélagið Val um leið og við hyll- um heiðursfélagana, þá Jóhannes og Sig- urð með lófataki. Án þessara kappa allra værum við ekki hér í dag. Það dylst engum, sem hingað kem- ur, að Valshjartað slær að Hlíðarenda. í því sambandi er við hæfi að geta hlutar Kristins Ásgeirssonar, arkitekts og Vals- manns, sem hefur hannað öll hin nýju mannvirki sem við nú njótum að Hlíðar- enda. Hann hefur lagt sig fram af alúð í þetta verkefni, svo eftir hefur verið tekið. Við Valsmenn höfum á undanförnum vik- um og mánuðum tekið á móti mörgum kollegum okkar í öðrum íþróttafélögum í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum og allir ljúka miklu lofsorði á mannvirk- in, útlit þeirra, hönnun og ekki síst skipu- lag. Það er verið að skrifa nýjan kafla í íþróttasögu Reykjavíkur með þessum nýju mannvirkjum að Hlíðarenda. í framhaldi af vígslu þessa nýja keppn- isvallar og áhorfendastúku mun bygg- inganefnd Vals og Reykjavíkurborg- ar, sem hefur stýrt þessu verki öllu láta af störfum. Bygginganefndin hefur ver- ið skipuð þeim Sigurði Lárusi Hólm og Guðmundi Þorbjörnssyni, f.h. Vals og Þorkeli Jónssyni og Ómari Einarssyni fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Þá hefur Pétur Stefánsson verið starfandi stjórn- arformaður nefndarinnar og einnig hafa Hrólfur Jónsson og Jóhannes Benedikts- son starfað með nefndinni. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þessum mönn- um öllum fyrir frábær störf og bið ykk- ur um að hylla þá með lófataki um leið og ég flyt þeim þakkir frá Knattspyrnu- félaginu Val. í dag er gleðidagur að Hlíðarenda. Það er uppgangur og kraftur í öllu starfi félagsins. Knattspyrnufélagið Valur stendur nú á þröskuldi nýrrar og bjartrar framtíðar og er aldrei sterkara og þrótt- meira en einmitt nú, þegar félagið nálg- ast 100 ára afmæli sitt þann 11. maí árið 2011. Ég óska okkur Valsmönnum og öll- um Reykvíkingum til hamingju með dag- inn. Ávarp Vigfiísar Þórs Árnasonar Borgarstjóri, ágætu Valsmenn og gestir. Til hamingju með merkan áfanga í ein- stakri sögu Knattspymufélagsins Vals á Hlíðarenda. Á tímamótum eins og þeim sem við fögnum hér í dag hugsum við Valsmenn ávallt til stofnanda félagsins, prestsins, æskulýðsleiðtogans, skáldsins og mannvinarins séra Friðriks Friðriks- sonar. Okkur öllum er það hugleikið hverju séra Friðrik áorkaði í öllu sínu lífi og starfi. Ekki aðeins með því að stofna Knattspymufélagið Val sem eitt út af fyr- ir sig hefði haldið nafni hans á lofti um ókomna tíð, heldur og að hann ýtti úr vör og stofnaði KFUM er síðar varð KFUM og K. Karlakórinn Fóstbræður stofn- aði hann einn af okkar bestu karlakór- um,sem og Knattspyrnufélagið Hauka og eitt fyrsta skátafélagið Skátafélagið Vær- ingja. Kirkjunni og þjóðinni gaf hann síðan ljóðin sín, sálmana sína sem enn í dag eru sungnir í Kirkjunni og KFUM og K. Við öll eru þakklát fyrir hann séra Friðrik. Hans göfuga starf sem mun lifa þótt ár og dagur líði. I ljóði sínu „Knattspyrna" sem hann tileinkaði Val segir Séra Friðrik Helzt mun leiksins heiður styðja hófstillt lund, en framagjörn: Drengileg sé dáð og iðja drengileg í sókn og vörn. Enginn þeysing út í bláinn ekkert spark í fáti sett. Öll sé leikmanna æðsta þráin að allt sé fagurt, djarft og rétt. Fram, fram frækið lið. Fram, fram, sækið þið. Að því marki sem leikinn láti lærdóm verða á þroskabraut tamning viljans með glóð í gáti glæðing dyggða í hverri þraut. Þá að lokum er lífið þrýtur leik er slitið, marki náð, sigurlaun og hnossið hlýtur hann er sýndi trú í dáð. Friðrik Friðriksson Guð blessi þessi glæsilegu mannvirki sem eru hér vígð, og allt það íþrótta- líf, sem hér verður iðkað undir orðunum hans séra Friðriks. „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði." Til hamingju ágætu Valsmenn. Og svo: „Áfram Valur“. Valsblaðið 2008 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.