Valsblaðið - 01.05.2008, Page 58
Nám: Ég stunda nám við Verzlunarskóla
íslands, er á öðru ári.
Hvað ætlar þú að verða: Stefnan er
auðvitað sett á atvinnumennskuna og
maður ætlar sér að komast þangað. En
eftir það langar mig að fara í einhvers
konar verkfræði.
Frægasti Valsarinn í fjölskyldunni og
besti íþróttamaðurinn: Ætli ég verði
ekki að segja að það sé hann pabbi minn,
Geir Sveinsson.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig
í handboltanum og fótboltanum: Það
var örugglega ákveðið daginn sem ég
fæddist að ég yrði íþróttamaður. En þau
studdu mig bæði bara alveg ótrúlega vel.
Pabbi hefur hjálpað mér alveg hrika-
lega mikið og leiðbeint mér. Ég veit að
ég væri ekki jafn vel staddur ef ekki væri
fyrir hans leiðsögn.
Hvernig tekst þér að sinna bæði hand-
boita og fótbolta af krafti: Þegar mað-
ur var yngri var það ekkert svo mikið
vandamál. Þá voru æfingarnar eiginlega
bara alltaf á sitt hvorum tímanum og
maður var bara yfirleitt á tveimur æfing-
um á dag. Núna er þetta orðið miklu erf-
iðara. Æfingarnar eru oftar en ekki á
sama tíma og svo fylgja æfingunum lyft-
ingaræfingar bæði hjá fótboltanum og
handboltanum þannig að maður kemur
nánast alltaf alveg búinn heim.
Ef þú þyrftir að velja hvort er líklegra
að handbolti eða fótbolti verði fyr-
ir valinu: Ef ég gæti valið að þá væri ég
búinn að því. Eins og staðan er í dag að
þá finnst mér þetta alveg jafn skemmti-
legt, þannig að ég mun örugglega velja
bara eftir því hvemig mér gengur og eins
og er þá væri það örugglega fótbolti.
Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Að ég
verði í meistaraflokknum næsta sumar og
fái eitthvað að spila. Vonandi koma síðan
titlar í hús í haust og þá verður sko fagn-
að á Hlíðarenda.
Af hverju handbolti: Það náttúrulega
Framtíðarfólk
Sumarið var einstakt fyrir
mig en vonbrigði fyrir liðið
flpnar Sveinn Geirsson er 17 ára og leikur handbolta
og fólbolta hjá Val í 2. flokki en náði á árlnu að leika
með meistaraflokki í báðum greinum
var ekki annað hægt en að fara í hand-
bolta, þegar maður ólst algjörlega upp
við handbolta. Maður fylgdist alltaf vel
með pabba og var alltaf jafn spennt-
ur. Svo auðvitað langaði mann að verða
eins og pabbi svo að það var ekki erfið
ákvörðun að byrja í handbolta.
Af hverju Valur? Af því að það er ekk-
ert annað félag sem gæti mögulega kom-
ist með tærnar þar sem Valur hefur hæl-
ana. Auk þess þetta félagið sem maður
ólst upp við. Ég lærði það snemma að
verða Valsari.
Eftirminnilegast úr boltanum: Fyrst
og fremst var það fyrsti landsleikur-
inn sem ég spilaði á Norðurlandamótinu
með U-17 og mín fyrstu landsliðsmörk.
Svo gleymi ég auðvitað aldrei því þeg-
ar ég kom inn á í mínum fyrsta leik fyrir
meistaraflokki Vals í fótboltanum á móti
KR á heimavelli og síðan með handbolt-
anum á móti Fram. Maður mætti þarna
bara mestu erkifjendum Vals í sömu vik-
unni á Hlíðarenda. Gerist varla betra,
hefði samt verið gaman að vinna KR.
Ein setning eftir tímabilið: Sumarið var
einstakt fyrir mig en vonbrigði fyrir lið-
ið.
Besti stuðningsmaðurinn: Ég verð að
segja að það sé hann Bjöggi. Hann er
alveg frábær. Ótrúlega gott að hafa svona
góðan stuðningsmann, sem styður mann
alltaf í gegnum súrt og sætt.
Erfiðustu samherjarnir: í fótboltanum
væri það Baldur Ingimar. Hann er ótrú-
lega sterkur á löppunum og það er mjög
erfitt að eiga við hann. I handboltanum
væri það örugglega „silfurdrengurinn“
eða „gulldrengurinn" hann Fúsi. Síðan
er ótrúlega erfitt að verjast Sigga gleði-
gjafa.
Eftirminnilegasti þjálfarinn: Ætli það
sé ekki Magni Fannberg. Hann þjálfaði
mig þegar ég var í 3. flokki á eldra ári.
Ótrúlega metnaðarfullur og góður þjálf-
ari. Ég lærði mikið af honum.
Besti íslenski fótboltamaður allra
tíma: Eiður Smári Guðjohnsen.
Besti fótboltamaður heims: í dag er það
Cristiano Ronaldo, en sögunnar er það
Zidane.
Besti handboltamaður heims: Ólafur
Stefánsson og Nikola Karabatic
Fleygustu orð: „Láttu aldrei kappið
aldrei bera fegurðina ofurliði."
Mottó: Þú fékkst ákveðinn tíma hér á
jörðinni, þú ræður hvað þú gerir við hann.
Við hvaða aðstæður líður þér best: Inni
á vellinum, hvort sem það er handbolti
eða fótbolti.
Draumur um atvinnumennsku í fót-
bolta eða handbolta: Ef ég héldi áfram
í fótbolta myndi ég vilja komast til Eng-
lands eða Spánar að spila í efstu deild
þar. I handboltanum væri það að fara til
Spánar og spila fyrir eitt af stórliðunum.
Landsliðsdraumar þínir: Eins og fyrir
alla aðra sem eru í sportinu af einhverri
alvöru dreymir alla um það að spila fyrir
A-landsliðið. Það er ekkert öðruvísi hjá
mér, það er minn draumur að spila fyr-
ir A-landsliðið í þeirri íþrótt sem ég vel.
Síðan væri ekkert verra að verða legend
og fyrirliði eins og gamli.
Besti söngvari: Stefán Hilmarsson.
Besta bók: Alkemistinn eftir Paulo
Coelho.
Uppáhaldsfélag í enska boltanum:
Arsenal.
Uppáhalds erlenda handboltafélagið:
Ciudad Real.
Ef þú yrðir að vera einhver annar:
Ólafur Stefánsson eða Tiger Woods.
Nokkur orð um núverandi þjálfara:
Óskar Bjarni: Metnaðarfullur, ákveð-
inn, þolinmóður,
Willum Þór: Metnaðarfullur, “winner".
Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd-
ir þú gera: Ég myndi leggja meiri pen-
ing í uppbyggingu handboltans og bæta
yngri flokka starf í fótbolta til muna. Það
er þó að skána mikið núna.
58
Valsblaðið 2008