Valsblaðið - 01.05.2008, Síða 58

Valsblaðið - 01.05.2008, Síða 58
Nám: Ég stunda nám við Verzlunarskóla íslands, er á öðru ári. Hvað ætlar þú að verða: Stefnan er auðvitað sett á atvinnumennskuna og maður ætlar sér að komast þangað. En eftir það langar mig að fara í einhvers konar verkfræði. Frægasti Valsarinn í fjölskyldunni og besti íþróttamaðurinn: Ætli ég verði ekki að segja að það sé hann pabbi minn, Geir Sveinsson. Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í handboltanum og fótboltanum: Það var örugglega ákveðið daginn sem ég fæddist að ég yrði íþróttamaður. En þau studdu mig bæði bara alveg ótrúlega vel. Pabbi hefur hjálpað mér alveg hrika- lega mikið og leiðbeint mér. Ég veit að ég væri ekki jafn vel staddur ef ekki væri fyrir hans leiðsögn. Hvernig tekst þér að sinna bæði hand- boita og fótbolta af krafti: Þegar mað- ur var yngri var það ekkert svo mikið vandamál. Þá voru æfingarnar eiginlega bara alltaf á sitt hvorum tímanum og maður var bara yfirleitt á tveimur æfing- um á dag. Núna er þetta orðið miklu erf- iðara. Æfingarnar eru oftar en ekki á sama tíma og svo fylgja æfingunum lyft- ingaræfingar bæði hjá fótboltanum og handboltanum þannig að maður kemur nánast alltaf alveg búinn heim. Ef þú þyrftir að velja hvort er líklegra að handbolti eða fótbolti verði fyr- ir valinu: Ef ég gæti valið að þá væri ég búinn að því. Eins og staðan er í dag að þá finnst mér þetta alveg jafn skemmti- legt, þannig að ég mun örugglega velja bara eftir því hvemig mér gengur og eins og er þá væri það örugglega fótbolti. Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Að ég verði í meistaraflokknum næsta sumar og fái eitthvað að spila. Vonandi koma síðan titlar í hús í haust og þá verður sko fagn- að á Hlíðarenda. Af hverju handbolti: Það náttúrulega Framtíðarfólk Sumarið var einstakt fyrir mig en vonbrigði fyrir liðið flpnar Sveinn Geirsson er 17 ára og leikur handbolta og fólbolta hjá Val í 2. flokki en náði á árlnu að leika með meistaraflokki í báðum greinum var ekki annað hægt en að fara í hand- bolta, þegar maður ólst algjörlega upp við handbolta. Maður fylgdist alltaf vel með pabba og var alltaf jafn spennt- ur. Svo auðvitað langaði mann að verða eins og pabbi svo að það var ekki erfið ákvörðun að byrja í handbolta. Af hverju Valur? Af því að það er ekk- ert annað félag sem gæti mögulega kom- ist með tærnar þar sem Valur hefur hæl- ana. Auk þess þetta félagið sem maður ólst upp við. Ég lærði það snemma að verða Valsari. Eftirminnilegast úr boltanum: Fyrst og fremst var það fyrsti landsleikur- inn sem ég spilaði á Norðurlandamótinu með U-17 og mín fyrstu landsliðsmörk. Svo gleymi ég auðvitað aldrei því þeg- ar ég kom inn á í mínum fyrsta leik fyrir meistaraflokki Vals í fótboltanum á móti KR á heimavelli og síðan með handbolt- anum á móti Fram. Maður mætti þarna bara mestu erkifjendum Vals í sömu vik- unni á Hlíðarenda. Gerist varla betra, hefði samt verið gaman að vinna KR. Ein setning eftir tímabilið: Sumarið var einstakt fyrir mig en vonbrigði fyrir lið- ið. Besti stuðningsmaðurinn: Ég verð að segja að það sé hann Bjöggi. Hann er alveg frábær. Ótrúlega gott að hafa svona góðan stuðningsmann, sem styður mann alltaf í gegnum súrt og sætt. Erfiðustu samherjarnir: í fótboltanum væri það Baldur Ingimar. Hann er ótrú- lega sterkur á löppunum og það er mjög erfitt að eiga við hann. I handboltanum væri það örugglega „silfurdrengurinn“ eða „gulldrengurinn" hann Fúsi. Síðan er ótrúlega erfitt að verjast Sigga gleði- gjafa. Eftirminnilegasti þjálfarinn: Ætli það sé ekki Magni Fannberg. Hann þjálfaði mig þegar ég var í 3. flokki á eldra ári. Ótrúlega metnaðarfullur og góður þjálf- ari. Ég lærði mikið af honum. Besti íslenski fótboltamaður allra tíma: Eiður Smári Guðjohnsen. Besti fótboltamaður heims: í dag er það Cristiano Ronaldo, en sögunnar er það Zidane. Besti handboltamaður heims: Ólafur Stefánsson og Nikola Karabatic Fleygustu orð: „Láttu aldrei kappið aldrei bera fegurðina ofurliði." Mottó: Þú fékkst ákveðinn tíma hér á jörðinni, þú ræður hvað þú gerir við hann. Við hvaða aðstæður líður þér best: Inni á vellinum, hvort sem það er handbolti eða fótbolti. Draumur um atvinnumennsku í fót- bolta eða handbolta: Ef ég héldi áfram í fótbolta myndi ég vilja komast til Eng- lands eða Spánar að spila í efstu deild þar. I handboltanum væri það að fara til Spánar og spila fyrir eitt af stórliðunum. Landsliðsdraumar þínir: Eins og fyrir alla aðra sem eru í sportinu af einhverri alvöru dreymir alla um það að spila fyrir A-landsliðið. Það er ekkert öðruvísi hjá mér, það er minn draumur að spila fyr- ir A-landsliðið í þeirri íþrótt sem ég vel. Síðan væri ekkert verra að verða legend og fyrirliði eins og gamli. Besti söngvari: Stefán Hilmarsson. Besta bók: Alkemistinn eftir Paulo Coelho. Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Arsenal. Uppáhalds erlenda handboltafélagið: Ciudad Real. Ef þú yrðir að vera einhver annar: Ólafur Stefánsson eða Tiger Woods. Nokkur orð um núverandi þjálfara: Óskar Bjarni: Metnaðarfullur, ákveð- inn, þolinmóður, Willum Þór: Metnaðarfullur, “winner". Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd- ir þú gera: Ég myndi leggja meiri pen- ing í uppbyggingu handboltans og bæta yngri flokka starf í fótbolta til muna. Það er þó að skána mikið núna. 58 Valsblaðið 2008
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.