Valsblaðið - 01.05.2008, Side 65
Ferðasaga
við með því að allar í liðinu voru búnar
að skora nema markmaðurinn. Eftir leik-
in fórum við aftur í Liseberg til að klára
öll tækin aftur. Um kvöldið voru fyrri
tónleikarnir með Bruce Springsteen. Við
opnuðum gluggana á herberginu okkar
og hlustuðum á tónleikana. Þetta kvöld
eignaðist Bruce nokkra nýja aðdáendur.
Dagur 5. Frábær sigur á stekur liði og
óvænt heimsókn
Fjórði leikurinn var erfiðari en endaði
með nokkuð stórum sigri okkar. Við átt-
um annan leik nokkru seinna um daginn.
Fyrir leikinn vissum við strax að þarna
vorum við að fara að mæta erfiðasta lið-
inu í riðlinum. Meiri að segja var sagt við
okkur að halda tapinu í lágmarki. Leik-
urinn byrjaði og eins og allir héldu voru
þær sterkari aðilinn og lentum við strax
undir og það sem hjálpaði okkur ekki
var að oft var verið að reka okkur útaf
og vorum við því einum jafnvel tveimur
færri meirihluta leiksins. Þegar stutt var
eftir, við undir og færri, ákváðum við að
nú væri komið nóg. Við stigum upp og
þjöppuðum okkur saman og enduðum
með að vinna leikinn með tveimur mörk-
um. Samstaðan eftir leikinn var mikil og
grétum við allar þegar okkur var ljóst að
við hefðum komist í gegnum riðilinn tap-
lausar og töldum fyrsta sætið í riðlinum
vera okkar.
Mœðgurnar Bryndís Bjarnadóttir og
Auður Þórarinsdóttir.
Um kvöldið var loks komið að ball-
inu og gerðu sig allar tilbúnar og var far-
ið samferða en sögurnar þar fara ekki
mikið lengra en kvöldið endaði allavega
á McDonalds eins og svo mörg önn-
ur kvöld hjá okkur. Samt skyggði aðeins
á gleðina þegar við vorum að gera okk-
ur tilbúnar fyrir ballið fengum við sím-
hringingu um að við hefum lent í öðru
sæti í riðlinun og þyrftum því að spila
leik snemma daginn eftir.
Dagur 6. Úr leik og verslað í sorgum
okkar
Fátt segir af leiknum sem leikinn var að
morgni þessa dags. Staðreyndin var hins
vegar sú að fyrsta tap okkar leit dagsins
Ijós og þar með höfðum við leikið okk-
ar síðasta leik á mótinu. Við ákváðum
því að fara og versla í sorgum okkar. Um
leið og komum í mollið tókum við allar á
rás og hlupum í skemmtilegustu búðirn-
ar að okkar mati. Allar komu heim með
fleiri en einn poka og allar ánægðar með
árangur dagsins í búðunum. Kvöldið var
frjálst og mátti hver og ein velja hvað
hún vildi gera, sumar fóru á ballið, sum-
ar á Mac Donalds og nokkrar bara uppí
skóla. Við vissum að ferðin væri alveg
að verða búin svo að nú var um að gera
að njóta hverrar stundar.
Dagur 7. Góð heimferð og heima er
best
Við vöknuðum í rólegheitunum, gengum
frá herberginu og fengum okkur morgun-
mat í bakaríi. Við fórum í bæinn og lét-
um daginn bara líða sumar versluðu og
aðrar fóru t.d. á MacDonalds. Við fórum
með rútu á flugvöllinn og allt gekk vel.
Allar vorum við orðnar þreyttar og því
ánægðar að komast hver í sitt rúm, það
urðu miklir fagnaðarfundir á Keflavík-
urflugvelli þar sem foreldrar tóku á móti
börnunum.
Þó að maður sé fegin að komast heim
til sín þýðir ekki að maður hefði vilj-
að sleppa ferðinni. Að fara á Partille cup
er eitthvað sem allir sem æfa handbolta
ættu að prófa a.m.k. einu sinni. Þama
gerast hlutir sem aldrei annars myndu
gerast, maður kynnist fullt að fólki en
mikilvægast af öllu sem gerist er að lið-
ið kynnist betur og stelpumar skilja bet-
ur hverjar aðra sem gagnast bæði innan
og utan vallar.
! 3 W '
Handboltaskóli
Vals 2008
Handboltaskóli Vals 2008 stóð í 5
daga þar sem farið var vel í gmnn-
þætti handboltans og alls konar
gabbhreyfingar. Mætingin var mjög
góð og voru 25 böm fyrir hádegi
og 22 börn eftir hádegi. Skólinn var
aðallega fyrir 10-12 ára krakka og
hann. gekk mjög vel og voru krakk-
arnir mjög áhugasamir allan tímann.
Heimir Örn Árnason sá um nám-
skeiðin og Elvar Friðriksson var
aðstoðarmaður. í lok námskeiðsins
var flott og vel heppnuð pylsuveisla.
Heimir Örn Arnason
Valsblaðið 2008
65