Valsblaðið - 01.05.2008, Síða 74
Meistaraflokkur karla í körfuknattleik 2008-2009. Standandi f.v.: Robert Newson, aðstoðarþjádfari, Hörður Hreiðarsson,
Alexander Dungal, Hjalti Friðriksson, Robert Dean Hodgson, þjálfari, Þorgrímur Björnsson, Hilmir Hjálmarsson og Bergur
Astráðsson, liðstjóri. Sitjandi f.v.: Jason Harden, Gylfi Geirsson, Kjartan Orri Sigurðsson, Steingrímur Gauti Ingólfsson,
Eiríkur Þór Sigurðsson og Guðmundur Kristjánsson.
Kvennaliðið nálægt þeim bestu og
starf yngri flokkanna í miklum blóma
Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar árið 2008
Árið 2008 hefur verið mjög viðburðaríkt
ár hjá körfuknattleiksdeild Vals. Mik-
ill kraftur fylgdi nýstofnuðum meistara-
flokki kvenna og voru þær hársbreidd frá
sæti í úrslitakeppninni. Meistaraflokk-
ur karla lék gegn FSu um laust sæti í
úrvalsdeild en beið lægri hlut á lokamín-
útum í oddaleik. Yngriflokkastarf stendur
í miklum blóma og eigum við Valsmenn
marga upprenandi körfuknattleiksmenn í
þeim hópi. Litlar breytingar áttu sér stað
í þjálfara- og leikmannahópi deildarinnar
og vekur það vonir um gott gengi í vetur.
Stiórn körfuknattleiksdeildar Vals
2007-2008:
Lárus Blöndal.formaður
Torfi Magnússon, varaformaður
Hreiðar Þórðarson
Elínborg Sturludóttir
Úr stjóm gengu Gunnar Zoéga, Sveinn
Zoéga og Guðmundur Guðjónsson og
þakkar körfuknattleiksdeildin þeim vel
unnin störf á liðnum árum.
Meistarflokkur karla
Robert Hodgson, þjálfari meistara-
flokks, er nú með liðið annað árið í röð
og leikur jafnframt með meistaraflokkn-
um. Robert Newson var ráðinn aðstoðar-
þjálfari meistaraflokks karla og þjálfari
yngri flokka og tók hann við af Sævaldi
Bjarnasyni. Valsliðið er skipað hörð-
um kjarna af ungum leikmönnum ásamt
nokkrum eldri jöxlum. Þó nokkrir meist-
araflokksmenn hafa skilað sér upp úr
yngri flokkum Vals og er það sérstaklega
ánægjulegt. Litlar breytingar voru á lið-
inu en helst ber að nefna að ekki var end-
urnýjaður samningur við erlenda leik-
manninn, Craig Walls. Valsmenn leika nú
fimmta tímabilið sitt í röð í fyrstu deild
og voru aðeins hársbreidd frá því að
vinna sér sæti í efstu deild. Liðið tapaði
æsispennandi oddaleik um sæti í úrvals-
deild við lið Fjölbrautaskóla Suðurlands,
FSu.
Fyrir yfirstandandi tímabil hefur lið-
ið styrkst nokkuð og er ánægjulegt að
nokkrir Valsmenn hafa snúið aftur heim
að Hlíðarenda. Hjalti Friðriksson og Har-
aldur Valdimarsson eru komnir heim eft-
ir námsdvöl í Bandaríkjunum og Gylfi
Geirsson Ieikur að nýju með Val. Einn-
74
Valsblaðið 2008