Valsblaðið - 01.05.2008, Page 80
Róbert Jónsson tryggur stuóningsmaöur
og farsœll þjálfari jyrir framan bikara-
skápinn í Valsheimilinu.
Hver er Valsmaðurinn?
Hvað er Valur? Valur er ég... og þú!
Róbert Jónsson hetur starfað í Val í ntelra en hólfa öld. Hann hefur þjálfað
sigursæl lið fólagsins og verið litríhur fólagsmaður með akveðnar skoöanir ó
mönnum og málefnum
Það var fróðlegt að sitja með Róbert og
ræða málefni Vals í fortíð og nútíð.
Róbert á enn nafna- og mætingalista
yfir þá flokka sem hann þjálfaði. Þar eru
nöfn hundruð stráka. Þó að flestir þeirra
sem notið hafa leiðsagnar Róberts hafi
haft fótbolta sem áhugamál í æsku urðu
samt nokkrir þeirra atvinnumenn í íþrótt-
inni. I kladda Róberts eru margir þjóð-
þekktir einstaklingar sem og hinir sem
minna hefur borið á. Sennilega ganga
þeir allir til starfa sinna í sama anda og
af sama kappi og þegar Róbert sendi þá
inn á fótboltavöllinn. Skyldu ekki áhrif
góðs leiðtoga í æsku hafa varanleg áhrif
á mótun einstaklingsins?
Af hverju geröist þú Valsari? „Ég veit
ekki hvort ég á að segja frá því að bræð-
ur móður minnar voru í KR. Þegar ég var
10 ára þóttist ég því ætla að verða KR-
ingur. Ég bjó á Freyjugötunni og var í
Austurbæjarskóla. Ég hafði farið á frjáls-
íþróttaæfingu hjá Birni Jakobssyni hjá
KR og kom svo í skólann í peysu merktri
KR. Mér var ekki vel tekið því allir í
bekknum voru Valsmenn fyrir utan einn
sem var í Fram. Þetta endaði svo þannig
að strákarnir tóku mig með sér í Val. Síð-
an var ég alltaf í sveit, öll ár þangað til ég
varð sextán ára. Þannig að ég fór ekkert
að æfa reglulega fyrr en þá. Verð fyrirliði
í þriðja flokki B og svo í öðrum flokki
B. Annars hafði ég engan áhuga á því að
leika með meistaraflokki ... gat ekkert í
fótbolta en hafði gaman af þessu.“
Varð þjálfarí svona... óvant
Hvernig hófst þjálfaraferillinn? „Með-
an ég var í öðrum flokki fór ég óvart
að þjálfa. Ég var, ásamt Jóni heitnum
Bjömssyni skólabróður mínum, mikið
á Hlíðarenda. Sigurður Marelsson sem
var unglingaleiðtogi annaðist þá þjálfun
í fimmta flokki. Við Jón fórum að hjálpa
Sigurði og tókum síðan við af honum,
urðum þjálfarar flokksins og við fórum
að hjálpa honum. Þetta er árið 1959. Ég
þjálfaði meðal annars Henson í fimmta
flokki. Árið eftir kemur Murdoc McDou-
gall til Vals í annað sinn. Hann hafði m.a.
þjálfað meistaraflokk Vals fyrir stríð. Ég
fer sem sagt að aðstoða Murdoc. Þegar
Murdoc fer svo til KR 1963 byrja ég með
fimmta flokk ásamt Matthíasi Hjartar,
leikmanni meistaraflokks þá um haustið.
Síðan má segja að brautin hafi verið bein
þangað til 1990. Þetta varð nánast þrjátíu
ára ferill á Hlíðarenda ef undan eru skilin
þrjú ár en þá þjálfaði ég annars staðar."
Hverjir voru aö þjálfa hjá Val á þess-
um árum? „Meistaraflokksleikmenn
voru að grípa í þetta. Þetta var bara sjálf-
boðavinna. Menn gerðu þetta hreinlega
fyrir ánægjuna. Margir tóku þetta ekki
alltaf mjög alvarlega. En þarna voru öfl-
ugir menn eins og Gunnar Gunnarsson
og Snorri Jónsson. Þegar ég var í þriðja
flokki var Haukur Gíslason að þjálfa
okkur. Hann var mjög áhugasamur og
hélt mjög vel utan um alla þá flokka sem
hann þjálfaði. Geir Guðmundsson þjálf-
aði okkur svo í 2. flokki en seinna varð
hann svo þjálfari meistaraflokks.
Sigurður Marelsson var hins veg-
80
Valsblaðið 2008