Valsblaðið - 01.05.2008, Side 100

Valsblaðið - 01.05.2008, Side 100
Frá því að ég mætti á mína tyrstu æfingu hef ég elskað fotbolta Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir er 15 ára og leikur fóttaolta með 3. flokki og er handhafi Friðriksbikarsins 2008 Sigurlaug, eða Silla eins og hún er köll- uð, hefur æft fótbolta hjá Val í 8 ár. Hún byrjaði að æfa eftir að hafa verið í Sum- arbúðum í borg, prófaði að mæta á fót- boltaæfingu og fékk svo stuttu síð- ar Valsgalla og takkaskó í afmælisgjöf og heillaðist af íþróttinni og eftir að hún byrjaði í Val var ekki spurning um neitt annað lið. Hvaða hvatningu og stuðning hefur þú fengið frá foreldrum þínum í sam- bandi við fótboltann, hversu mikil- vægur er stuðningur foreldra að þínu mati? „Ég hef fengið mikla hvatningu og stuðning frá foreldrunum, þau hafa alltaf verið mjög dugleg að keyra mig og sækja á fótboltaæfingar þar sem ég bý í Breiðholtinu og líka verið dugleg að mæta á leiki og mót. Stuðningur foreldr- anna er mjög mikilvægur að mínu mati og skiptir miklu máli, sérstaklega þegar maður er yngri.“ Hvernig gekk ykkur í sumar? „Okk- ur gekk bara nokkuð vel, þó svo að við hefðum getað gert betur. Við lent- um í 3. sæti í íslandsmótinu í A riðli þar sem mjög litlu munaði að við kæmumst áfram, og lentum svo í 2. sæti í bikarn- um. Svo fórum við til Svíþjóðar á Gothia Cup og unnum riðilinn, en komumst ekkert lengra en það. Mér líst mjög vel á hópinn núna, þetta er sterkur hópur og ef við höldum rétt á spöðunum núna þá held ég að við eigum gott tímabil í vænd- um.“ Skemmtileg atvik úr boltanum? „Þau eru nú nokkuð mörg, en einu sinni í úrslitaleik á Símamótinu skoruðum við og við ætluðum að fara að fagna. Það Ungir Valsarar fór ekki betur en svo að ég felldi and- stæðinginn og við duttum ofan á hvor aðra en hún brást ekki mjög vel við. Svo í Svíþjóð í sumar kramdist ég und- ir í hrúgumyndatöku, en ég var undir sirka 20 stelpum og ég gat aðeins hreyft aðra hendina og reyndi að kalla og segja stelpunum að fara af en það eina sem all- ir gerðu var að hlæja og svo loksins þeg- ar þær voru farnar af var ég orðin öll blá í framan og gat varla andað. Þetta var ansi óþægilegt en að sama skapi nokkuð fyndið." Fyrirmyndir í boltanum? „Já, þær eru Rio Ferdinand, Eiður Smári, Ásta Árna- dóttir, Margrét Lára, Dóra Stefánsdóttir, Katrín Jónsdóttir og fleiri.“ Hvað þarf til að ná langt í fótbolta eða íþróttum almennt? „Til að ná langt þarf að æfa eins og skepna, setja íþróttina efst í píramídann hjá þér, passa upp á hvað þú borðar og hafa hausinn í lagi. Það er margt sem ég get bætt en ég held að ég þurfi helst að bæta hraðann." Hvers vegna fótbolti? „Frá því að ég mætti á mína fyrstu æfingu hef ég elsk- að fótbolta, og alltaf fundist ótrúlega gaman, það er svona helsta ástæðan. En annars hef ég æft aðrar greinar, til dæm- is fimleika og frjálsar, en fótboltinn hefur alltaf verið númer eitt.“ Hverjir eru þínir framtíðardraumar í fótbolta og lífinu almennt? „Ég ætla að komast alla leið, spila með meistara- flokki Vals og með landsliðinu. Svo ætla ég að mennta mig, ferðast um heiminn og njóta lífsins með fjölskyldu og vinum.“ Er einhver þekktur Valsari í fjölskyldu þinni? „Það er enginn þekktur Valsari í fjölskyldunni en nú eru allir í fjölskyld- unni orðnir Valsarar." Hver er mesti íþróttamaður í fjöl- skyldu þinni? „Það er líklegast hann pabbi minn en hann náði mjög langt í skák, (Jóhann Hjartarson) þó svo að það sé meiri hugaríþrótt en líkamleg. Svo varð afi minn reyndar Norðurlandsmeist- ari í fótbolta í kringum 1935.“ Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að hafa fengið Friðriksbikarinn í haust? „Það er mjög gaman að hafa hlotið þessi verðlaun, hvetur mig til dáða í íþróttinni og gefur mér aukið sjálftraust." Hvað einkennir góðan þjálfara? „Hann þarf að vera strangur en hafa samt húm- orinn í lagi og þarf að hafa mikinn metnað. Þarf líka að hafa fjölbreyttar, skemmtilegar og krefjandi æfingar.“ Hver stofnaði Val og hvenær? „Séra Friðrik Friðriksson, 11. maí 1911.“ 100 Valsblaðið 2008
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.