Valsblaðið - 01.05.2008, Page 103
[ m kí
t Valskópinn
hefur aldrei verið betri
Valskórinn lifir góðu lífi þessi árin. Kór-
inn hefur verið svo heppinn að njóta leið-
sagnar afbragðs stjórnanda, Báru Gríms-
dóttur tónskálds. Það er ekki á hvers
manns færi að stjórna áhugamannakór af
slíkri alúð sem Bára leggur í starf sitt.
Strax er starfsemi kórsins hefst eftir sum-
arleyfi í september er stefnan tekin á
helstu viðburði vetrarstarfsins, aðventu-
kvöld og söng á ýmsum stofnunum í
kringum jólin og vortónleikana sem
haldnir eru í maí. Kórstjórinn velur tón-
verkin sem kórinn flytur, sum lærir kór-
inn á nokkrum æfingum en önnur reyna
verulega á kunnáttu meðlima og þolin-
mæði kórstjórans.
Skemmtilegt starfsár að baki
Árið sem nú er að líða hefur verið mjög
skemmtilegt. Æft er vikulega í Frið-
rikskapellu og er alltaf glatt á hjaila. Eftir
áramótin var strax hafist handa við und-
irbúning vortónleika. Liður í æfingaferl-
inu var heimsókn í Sólheima í Grímsnesi
en þangað fer kórinn árlega til að æfa.
I lok æfingarinnar var svo sungið fyrir
íbúana í kirkju staðarins. Vortónleikarnir
voru að þessu sinni haldnir í Fríkirkjunni
í Reykjavík á fallegu vorkvöldi. Tónleik-
amir tókust vel. Töldu margir sem fylgst
hafa með kórnum í gegnum tíðina að tón-
leikarnir hafi verið með þeim bestu sem
kórinn hefur haldið og hann sýnt umtals-
verðar framfarir.
Kórinn varð þeirrar ánægju aðnjót-
andi að fá að syngja við vígslu nýja
knattspyrnuvallarins á Fllíðarenda í maí.
Sú athöfn var mjög hátíðleg og glæsi-
leg. Gladdi það meðlimi kórsins af fá að
syngja fyrir þann mikla fjölda sem kom
á hátíðina. í nóvember söng kórinn við
messu sem haldin var til heiðurs séra
Friðriki Friðrikssyni í Grafarvogskirkju
og á aðventunni heimsótti kórinn heimil-
isfólk á Droplaugarstöðum og Hrafnistu
þar sem flutt voru jólalög.
Virkir meðlimir kórsins eru um 25. Tals-
verð endurnýjun er í hópnum á hverju
ári, sumir hætta eða taka sér frí en svo
bætast alltaf nýir í hópinn. Það yrði gam-
an að starfsemi kórsins myndi eflast á
Jón Gwnundsson, höfundur greinarinnar
og Guðni Karl Harðarson, Ijósmyndari
Valsblaðsins..
næstu árum. Valskórinn er góður vett-
vangur fyrir Valsmenn á öllum aldri sem
hafa gaman af því að syngja.
Valsmenn - bestu Óskip um gleðileg jol og farsælt nýtt án
Róbert Jónsson Guðjón Karlsson
Sigurður Þórarinsson Guðjón Kristleifsson
Stefán B. Gunnarsson - Brosum breitt ehf
Stefán Hallgrímsson Guðmundur Ingimundarson
Stefán Karlsson Guðmundur Jónsson
Friðjón B. Friðjónsson Guðni Bergsson
Geir Sveinsson Guðni Steinar Gústafsson
Geirarður Geirarðsson Gunnar Þ. Möller
Grétar Haraldsson Örn Johansen
103