Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Síða 9
7
Þá koma guðs ráðstafanir mönnunum til sáluhjálpar,
-sending JesúKrists i heiminn, endrlausnarverk hans,
ráðstafanir lians fyrir postulum sinum og kirkju,
náðarverk heilags anda og ávextir þess o. s. frv.,
sem ekki þýðir upp að telja. Það þelckja flestir svo
þau barnalærdómskver, sem við hafa verið höíð á
þessari öld hér á landi.1 Þetta er með fám orðum
að segja samfelt vísindakerfi, samfeld Dogmatík, sem
barninu er fengin til þess að reyna sig á. Það á
að flnna þarna sinn sáluhjálparlærdóm út úr þess-
um orðaskýringum og ummerkingum, og safna sér
þaðan friði « og huggunargeislmn fyrir lijarta sitt.
Þeim er ætlað að finna og skilja þessa heimspekis-
röð: »guðsmynd — fall — endrlausn»2 í þessu kerfi,
færa það sér í nyt og læra að vega eftir þvi
breytni sína og líf, hvort það sé guði þóknanlegt
eða ekki.
Satt er það að sönnu, að barninu er elcki ætl-
n.ð að berjast við þetta alveg einsömlu; það á líka
prestr að spyrja það út úr því fáeina klukkutíma á
ári ein tvö—þrjú ár áðr enn það er fermt — áðr
•enn því er slept út í veraldarinnar ólgusjó. Enn
því miðr tekr þar stundum ekki betra við. Prestr-
inn gerir livað liann getr þessa fáu tíma, spyr og
útlistar, og reynir til á allan hátt að skýra þessa
lærdóma, sem er á einskis manns færi að skýra svo
vel sé. Enn það verðr svo að vera. Enn þá er
annað að: prestrinn er lærðr guðfræðingr, og lætr
1) Einkanlega á þetta við Balle og Helga kver, sem allir
geta séð
2) Það er eins og lieimspoki Hegels væri í blóma sínum
orðin að barnastafroíi: Afíirmation — Negation — Negation
•der Negation!!