Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 12

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 12
10 mannkymð upp með. Hann hefir haft og hefir til þess söguna, söguna og annað ekki. Menn telja Gyðingasöguna sérstaklega heilaga sögu, af því að í henni koma beinlínis fram hin sérstaka opinberun og hjálpræðisverk guðs; enn í raun og veru er öll mannkynssagan, ef hún er rétt skilin, heilög saga, af því að í henni opinberast guð óendanlega í stjórn sinni á þjóðunum og einstökum mönnum. Og guð veitti mönnunum það, að geta geymt söguna til fróð- leiks og leiðbeiningar seinni ölduro, og með því hefir hann hana að uppeldismeðali mannkynsins. I sögunni hefir hann opinberazt og birzt; í henni hafa menn- irnir firrzt hann og gleymt honum; í henni hafa þeir syndgað svo, að þeir hafa bakað sér dóm; í henrii hefir guð birzt til þess, að endrleysa og frelsa mann- kynið; í henni hefir hann birzt í stjórn síns ríkisog útbreiðslu þess á jörðu. Sannindi kristindómsins eru viðburðir (facta), einfaldir viðburðir í bifiíu- og mann- kynssögunni, og með þeim hefir guð kent oss staf- rof sannleikans og hjálpræðisins, einfalt og guðdóm- legt. Hann hefir enga trúarhöfuðlærdóma (dogmur) opinberað, engar setningar lögákveðið, nema in ein- földustu skilyrði siðferðilegs lífs og trúar á hann. Enn svo tóku mennirnir við, og voru í margar aldir •að brjóta heila sína til þess, að geta fengið heim- •spekilegt vísindakerfi út úr enni einföldu opinberun guðs í sögunni.1 Þeir fundu kjarnann, enn færðu hann svo i skólaspekishjúp fyrri og síðari alda, að fæstum fáfróðum er hann að miklu gagni í þeirri mynd. Og svo varð hann vísindamönnunum tor- 1) Því að Dogmatíkin er mannaverk, enda þótt katólskir segi, aö kirkjufundirnir haíi guðlegan innblástr eins og ritn,- ángin.

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.