Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 18

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 18
heldr þungir og torskildir, er þeir liafa ritað handa fá- fróðum. Eg tek það til dæmis, hvað þeim hættir við að að vilja talca alt með, því að annars finstþeim að upp- fræðing þeirra sé ónóg og ófullkomin. Það er vísinda- lega rétt, enn að mínu áliti ekki heppilegt í barnalœr- ■dómi, að greina trúarlærdóm og siðalærdóm í sundr, af því að það slítr í sundr það, sem einatf er hæg- ast að skýra í sameiningu. Það er einnig álit margra merkra barnafræðenda. Siðafræðin verðr aldrei eins föst við sinn sanna grundvöll, trúna, náðarverkanir heilags anda og fyrirmynd Jesú Krists, eins og ann- ars verðr, ef hún er skilin frá, (sbr. Jak. 2, 17—26). Enn af því að höfundr þessa kvers lætr sór umhug- að um, að útlista trúarlærdómana, og sleppa jafnvel ■ekki smáatriðum, þá lá það beinast við frá sjónar- miði visindamannsins að hafa það á þann hátt, sem það er. Biflíusögur handa börnum verðr varla talið að liér sé til aðrar en Balslevs, því að Tangs eru nokk- uð langar handa börnum til þess að læra þær, þó að þær sé góðar að mörgu leyti. Og því síðr er nú nein bók til handa börnum eða unglingum um bifiíusögu og guðfræðileg efni, t. d. í líkingu við fermmgarfrœðslu Blædels, sem að nokkuru leyti skýri betr, enn til er í kverinu, höfuðatriði trúarinnar. IV. Ef við það er bundið, að barnalærdómskver vor • skuli endilega vera í þessu formi sem kver síra Helga er, þá þarf ekki lengi að vera að lýsa að því, hvert af þessum þremr kverum vorum er beztkjör- ið til þess, að verða barnalærdómr. Það er vafa- .laust kver síra Ilelga, enda má vel eftir þvi kóma

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.