Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 20

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 20
18 ritningunni.1 Það er því óvíðast öðru til að tjalda með kristindómsþekkinguna enn kverinu einu, og þá biflíusögunum á þeim fáu stöðum, sem þær eru lærðar. Arangrinn af þessu hefir heldr ekki leynt sér; það munu líklega fleiri enn færri prestar geta. borið um. Hjarta barnanna lifnar eklti af þurrumi trúarlærdómum; torskilleiki þeirra veldr efasemdum,, og verðr vantrúarefni. Það munu vera til ferming- arbörn, sem elclci trúa helmingnum af kverinu sínu, þegar þau eru fermd. Svo eru þau til altaris við eða rétt eftir ferminguna — oít og einatt í það eina skifti á ævinni. Þeirra hjartans líf, sem átti að glæða, er kalt og dautt, og þau leika sér að því, að dæma og fella hin háleitustu sannindi i sinn hóp eins og hégóma. Fyrirmyndirnar eru orðnar nógar til og þá er óvandari eftirleikrinn. Ef skýrslur þær,. sem heimtaðar eru árlega um messugerðir og altar- isgöngur, kænm nokkurn tíma fyrir almenningssjón- ir, þá sæist svart á hvítu, þó að ekki væri fyrr, hvernig enu andlega lífi Islendinga er farið, — ef skýrslurnar annars eru réttar. Enn lítið lið er í að heimta þær, ef aldrei sæist niðrstaða þeirra.2 Þetta og annað eins get eg ekki að mér gert að kenna að rniklu barnafræðslu vorri eins og hún er löguð; það koma þar fram ávextir öfugrar upp- 1) Eg tel það eigi, þó að börnum sé víöa lcent að lesa á Nýja Testamentið — það mun ekki hafa bœtt biiiíuþekkingu unglinga á landi hór. 2) Annars verða þessar skýrslur að varla meiru enn hálf- um notum eins og þser eru lagaðar. Ef vel væri þyrfti lika. að heimta tölu þeirra sem við lcirlcju eru í hvert skifti serm messað er.

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.