Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 23

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 23
21 Nokkur þessara atriða, sem liann vecðr að hafa vel hugföst eru þessu: 1. Hann verðr að beygja sig svo niðr að skilningi og þroskastigi barnanna, sem honum er auðið; það verðr að gera þeim lærdómana svo skilj- anlega sem unt er, enn varast þó á hinn bóg- inn að draga úr þeim, eða skilja eftir af sann- indum þeirra. Enn rétt er það, að skýra fyrst að eins höfuðatriði lærdómanna, meðan börnin eru yngri, enn útlista þá siðar betr, þegar spurt er út úr sömu greinum. 2. Hann verðr að fara sem næst orðum greinanna í spurningum sínum, til þess að villa ekki hugs- unina, enn útskýra svo betr með aukaspurning- um og útskýringum. 3. Hann verður að varast að við hafa þung orðy sem börnunum eru ókunn, eða eru of heimspeki- leg og óvanaleg; því miðr er ofmikið af slíkurn orðum í barnalærdómsbók vorri.1 Að minsta kosti verðr að skýra þau orð vel, áðr enn þau eru við höfð. 4. Hann verðr ætíð að hafa spurningarnar sem allra stuttorðastar og einfaldastar; börn eru ekki fljót að hugsa í slíku efni og færa lítið- saman, enn svara bezt orði til orðs. Ennfremr má geta þess, að börn skilja venju- lega betr sagnorð en nafnorð, og betr orð, sem segja. frá eptir atvikum enn innri hræringum hjartans. T. d., þau skilja tæpast oi’ðið iðrun nema með út- skýringu; betr skilja þau það, að sjá innilega eftir 1) T. d. vitund, óeiginlegr, í œðstum skilningi, yfirburðir, hrella o. íl.

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.