Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Qupperneq 35
83
meistaraverk; það er engin trúarfræði sett í vís-
indakerfi, enn það eru allir helztu höfuðlærdómar
kristindómsins, einfaldlega settir fram fyrir hjartað.
Eg fyrir mitt leyti er á því, að hentugastar barna-
lærdómsbækr einmitt væri Lúters Kathekismus sjálfr
með hæfilegum lengri eða styttri skýringum, eftir
því, sem þurfa þætti. Þann veginn hefir ogBalslev
farið. Efni Lúters Kathekismusar eru Tcœrleikrinn
{tíu laga boðorð guðs, sbr.Matt. 22,37—39 Róm.13,4—9j,
trúin (trúarjátningin) og vonin (faðir vor, bænin), ásamt
sakramentunum; enn allr er hann guðs orð. Enn
þessum þrem aðaldygðum kristins manns, og einkum
kærleikanum, virðist um of vera gleymt í enum dog-
matisku lærdómskverum.
Áðr enn eg skilst að fullu við þetta mál, vil eg
að eins minnast á það lauslega, að héraðsfundirnir
hér á landi eru nú teknir að ræða þetta barna-
fræðslumál, og reyna að kippa þvi á einhvern hátt
í liðinn, hver á sinn hátt. Þetta gleðr mig mikið,
af því að það er merki þess, að kirkja vor og kirkju-
líf sé að rumska. Enn því miðr hefir mér virzt
það verða meira ofan á á þeim fundum, að herða
áþví, að lögum um uppfræðslu i skrift og reikningi
sé hlýtt rækilega, heldr enn að vinna beint að þvi,
að vekja kristindómslif í hjörtum barnanna. Þaðer
án alls efa nauðsynlegt, að styðja almenna mentun,
og enginn getr orðið maðr með mönnum nú á dög-
um, nema hann sé bæði skrifandi og reiknandi fyrir
sig. Enn kristindómslífið þarf að taka með; þeir
mentuðu eru ekki síðr ókristnir í anda enn þeir ó-
mentuðu, og því er það og skylda þessara smáu
kirkjuþinga, að taka það og til greina. Slíkarhrær-
ingar þurfa að koma að neðan, frá vitund og þörf
3