Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 37

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 37
Frá Ameríku. -A.meríka er stundum kölluð skólanna land, og þeg- ar svo er tekið til orða, nœr það einkanlega til Bandaríkjanna. Það er alkunnugt, að hvergi ívíðri veröld er lagt jafnmikið í sölurnar til að mennta alþýðuna eins og gert er í Bandaríkjunum. Alþýðu- skólarnir eru óskabörn þjóðarinnar, og þessum óskabörnum sínum veitir hún alla sína stórkostlegu, einkennilegu rausn. Fyrir utan hið höfðinglega ör- læti af stjórnarinnar hálfu við þessar stofnanir, legg- ur þjóðin fúslega á sig skatta og skyldur þeim til viðhalds og uppbyggingar, og undan þeim álögum er ekki kvartað, þó þær sjeu víða tiltölulega þyngstu skattbyrðirnar, sem alþýða leggur sjer á bak. Það er auðsætt, að til þess að alþýðuskólarnir geti orðið að verulegum notum, þarf að vera kostur á færum og hæfilegum kennurum við þá, og í því augnamiði eru sjerstakar stofnanir, hinir svokölluðu Normal Schools, settar á fót og haldið við á opinber- an kostnað; þar er kennsla veitt ókeypis þeim, sem vilja takast á hendr kennslustörf. Fyrir utan hin- ar algengu námsgreinar, sem á skólum eru kennd- ar, stunda nemendurnir þar »Pedagogy«, það er, þá

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.