Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 38

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 38
3G list að kenna öðrum, eða öllu heldur, að kenna börnum og stjórna þeim. Þegar vort nýja ríki Norður-Dakota var komið til lögaldurs og var tekið inn í ríkjasambandið sem fullmyndug systir, var arfleifð hennar frá sambands- stjórninni, sem henni var gefln til umráða með því skilyrði, að verja henni eingöngu til þess að mennta börnin sín, sú, sem nú skal greina: Til alþýðuskól- anna 2 ferhyrningsmílur af öllu landi úr hverjum 36 mílum, nema því landi, sem stjórnin undanskildi sjer til sinna þarfa. Þetta land, sem er einnátjándi partur af öllu laudi ríkisins, er höfuðstóll, sem ríkið má annaðhvort leigja eða selja, en þó má ekkert skólaland selja fyrir minna en tíu dollars ekruna. Leiguna af þessum löndum eður vöxtuna af and- virði þeirra má að eins brúka, og ekki öðruvísi en, sem kennslulaun; höfuðstólinn sjálfan má ekki skerða. Til annara mennta- og velgjörðastofnana gaf stjórnin 500,000 ekrur af landi. Eptirfylgjandi menntastofnanir hefur löggjafar- þing ríkisins þegar stofnsett eður ákveðið að stofn- setjast skuli innan ríkisins. Háskólann og náma- skólann í Grand Forks (University and School of Mines); jarðyrkjuskólann (Argicultural College) í Fargo; tvo kennaraskóla (Normal Schools); heyrn- arlausra og mállausra skóla (Deaf and Dumb Asy- lum) í DevilsLake; iðnaðarskóla (Industrial School); trjáplöntunarskóla (School of Forestry) og Scientific School; blindra-hospital og skóla í Pembina County. Þegar eru komin út fyrstu skólalögin fyrir nýja ríkið. Ákveða þau, að löggjafarþing ríkisins stofni fría op- inbera skóla, sem standi í sambandi hver við ann- an, og veiti kennslu í sömu námsgreinum, að svo

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.