Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Síða 39
37
miklu leyti sem við verði komið, upp í gegn um al-
þýðuskólana, kennaraskólana og latínuskólana (Col-
legiate Course).
Það sýnist vera andi og tilgangur laganna, að
gera almenningi sem hægast fyrir að hugsanlegt er,
með það að ná til skólanna. Til dæmis, ef einn eða
fleiri heimilisfeður, sem eiga eður hafa umsjón með
uppeldi 9 eður fleiri barna á skólaaldri, og sem ekld
búa skemmra en tvær mílur frá næsta skóla, biðja
skólanefndina að sjá sjer fyrir skóla, er skólanefnd-
in skyldug til að útvega þeim kennara á opinberan
kostnað, svo framarlega sem húsrúm geti fengizt.
Sje bænaskráin undirskrifuð af foreldrum eður fjár-
haldsmönnum 12 eður fleiri barna á skólaaldri, sem
eiga ekki skemra en 2 mílur að sælcja til næsta
skóla, og ef ekkert hæfilegt hús til að halda skóla
i fæst leigt, verður skólanefndin að kalla til fundar
í skólaumdæminu. Fund'urinn skal ákveða skólasæti
ekki lengra frá neinum þeim, sem undir bænar-
skrána skrifaði, en tvær mílur enskar. Ákveði ekki
nefndur fundur neitt skólasæti, eins og um erbeðið,
er það skylda skólanefndarinnar að velja sjálf sæti
fyrir skóla þann, sem um er beðið og byggja þar
skólahús, En kostnaðurinn við þessa skólabygging
má ekki fara fram úr 700doll. í öllum skólamál-
um hafa konur jafnrjetti við karla.
Alþýðuskólunum er stjórnað af þar til kjörnum
nefndum. Þrír menn skipa stjórnarnefndina; þar
fyrir utan er einn fjehirðir kosinn, sem gætir
skólafjárins, en hann er ekki J skólastjórninni.
Skólanefndin kýs sjálf skrifara, sem bókar alla
nefndarfundagjörninga og gegnir öðrum skrifstörfum
nefndarinnar. Skólanefndin hefur alla umsjón skól-