Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 47

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 47
45 ]því að þau eru 6 ára og til þess erþau eru21 árs, «vo að ef barnið byrjaði að sækja einhvern þennan skóla, undir eins og það er komið á skólaaldur, og hjeldi áfram námi sínu við hann, þar til það væri komið af skólaaldri, næði sá námstími yfir fimmtán ár. Er það langur námstími, og ef honum væri vel varið, gæti nemandi náð mikilli menntun á þeim tíma, ■enda þó kennslutíminn væri ekki nema 6 mánuðir á ári. En auðvitað kemur það aldrei fyrir, að nokk- urt eitt barn sæki alþýðuskólana allan þann tíma, sem það er á skólaaldri, og er það fyrsta ástæðan, að ekkert barn, sem hefur nokkurnveginn hæfileika til að nema, þarf að verja svo löngum tíma, til að nema það, sem við þá er kennt. Yið fæsta þessa skóla er kennt annað en hinar lögboðnu námsgrein- •ar, því naumast verður komið við að kenna fleira, þar sem er að eins einn kennari, en nemendur á svo mismunanda námsstigi. Þegar svo unglingurinn er orðinn fullnuina í því, sem kennt er við þessa skóla, þá annaðhvort hættir hann skólanámi sínu eða að öðrum kosti leitar til hærri skólanna.

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.