Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 50

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 50
48 -ánægð og foreldrar þeirra líka, og þeir telja sjer trú um, að þau hafl lært ensku. Þegar spurt er eptir, hvað langt þessi eða hinn sje kominn í skólanámi •sínu, þá er að eins spurt að, í hvaða lestrarbók hann, sje. Það er sjaldan spurt að því, hvort hann geti talað ensku eða skrifað hana, eins og það væri að læra eitthvert mál, að læra að lesa, það er að segja, að kveða að nokkrum orðum. Sá sem þetta ritar hefur hitt á börn, sem lásu í »fjórðu lestrar- bók«, en skildu þó svo lítið i því, sem þau lásu, að þau gátu ekki að greint mannanöfn frá efninu; þrátt fyrir það þótt þau hefðu gengið á skóla í þrjú til fjögur ár, þetta 4 til 5 mánuði á ári, gátu þau ekki mynd- að eina setningu um algengustu liluti, og því síður ■ skrifað nokkra setningu, og kunnu mikið minna í ensku en jafnaldri þeirra, sem las í fyrstu bók, en hafði verið 4 mánuði í enskri vist, og þetta voru börn, sem höfðu dágóða hæfileika til að lesa. En hjer er nú líka sýnd lakari hliðin. A hinn bóginn má telja nokkur íslenzk börn, sem ekki standa að baki enskra jafnaldra sinna í enskunni, þó þau hafi ekki haft tækifæri til að nema ensku annarstaðar eu í skólunum, og ekki heyrt annað en íslenzku talaða í heimahúsum. Islendingar sögðu jafnan, þegar þeir voru að taka sig upp af fósturjörðu sinni til að flytja vestur um haf í aðra heimsálfu, að þeir færu mest vegna barnanna sinna; að þeir vissu, að þeir mundu eiga hægrameð aðmenntaþar börnin sín og »komaþehn -til manns« en heima á fósturjörðinni, og þess vegna færu þeir. Að þeir hafi talað þetta af einlægni, má sjá af því, hvað þeir eru opt fúsir á að leggja á sig, til þess að koma sjer upp skólahúsum. Þeir horfa

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.