Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 56
64
uppruna heimsins; siðan er haldið áfram að talaum
himinhvelfinguna, steina, plöntur, dýr og mennina,
og endað er á því að tala um heimsenda. Hinn bezti
rómur var gjörður að bók þessari og henni snúið á
12 Norðurálfumál og 4 Asíumál. Víðsvegar að
liófu menn brjefaskipti við Comeníus, og svo mátti
heita, að nafn hans vœri á vörum allra lærðra manna.
Eitt ritverk hugsaði hann um mikinn hlut æfi sinnar
og starfaði töluvert að því, þótt ýms atvik kæmu í
veginn fyrir, að hann fengi lokið við það, og aldrei
yrði prentaður nema inngangur þess. Það átti að
vera nokkurs konar alfræðisrit eða alspeki (panso-
phia) eins og hann kallaði það. I þessari alfræði
átti að vera biflíusaga, náttúrusaga, uppgötvana-
saga, framúrskarandi dyggðadæmi og mannkynssaga.
Jafnframt öllum þessum ritstörfum og skólastörf-
unum stundaði hann rækilega sálusorgaraembætti
sitt, og það og guðfræðina ljet hann sitja í fyrirrúmi.
Einn æfisöguritari hans segir: þessi maður hafði undra
þrek til að bera, og er furða, hvílíkur afkastamaður
hann var. Mótlætið steðjaði að honum, en gat ekki
bugað hann. Hann vann fyrir sjer með kennslu,
starfaði í sífellu fyrir kirkju sína, hafði hönd í bagga
með námi háskólastúdenta, átti í brjefaskriptum um
guðfræði og stjórnmál, barðist fyrir því, að trúbræð-
ur sínir ættu apturkvæmt úr útlegðinni, samdi mörg
rit, og vann að kennslubótum. Þessi störf voru svo
mikil og margvísleg, að ólíklegt mátti heita, að einn
maður gæti leyst þau af hendi, svo við mætti hlíta
eða líkt því sem Comeníus gjörði. Slíkt var að eins
auðið fyrir afkastamann, er notaði hverja stund sam-
vizkusamlega. Hann segir sjálfur um það: Jeg hef
fest svo djúpt í huga mínum þessa ráðlegging Seneca: