Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 59

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 59
57 þarf jeg að fara að gegna stjórnarstörfum. Daginn eptir talaði hann nákvæmlega við mig um alfræði niina. En áður spurði hann mig að því, hvort jeg- þyldi mótmæli. Jeg kvað svo vera. Taldi hann nú ekki likindi til þess, að ástandið mundi batna, eins. og gjört var ráð fyrir að verða mundi, ef alfræðis- nánhð væri rjettilega stundað. Færði hann í fyrsta lagi máli sinu til sönnunar stjórnarhorfurnar eins og þær væru, og því næst vitnisburð heilagrar ritning- ar, er fremur sýndist gjöra ráð fyrir myrkri og meiri spilling, er heimsendi nálgaðist, en ekki meira Ijósi og betri hag. Því sem jeg svaraði honum, tók hann þannig, að hann endaði ræðu sína á þessaleið: Jeg ætla, að áður hafi engum slíkt í huga komið. Haltu fast við þetta; annaðhvort verðum við ásáttir, ef þess- um vegi er haldið, eða engan annan veg er að finna. Mitt ráð er, að þú hugsir þó fyrst um, að sjá fyrir þörf'um skólanna og að gjöra latinunámið ljettara en verið hefur, og ryðjir á þ:\nn hátt braut fyrir þessu, sem þú ert að berjast fyrir. Comeníusvar nú boðið- að setjast að í Svíþjóð, en hann kaus heldur að taka sjer bólfestu í Elbing, er þá laut Svíum. Þar dvaldi hann í 6 ár, og starfaði að því að semja latneskar kennslubækur handa Sviurn. Þetta voru engin sæld- arár fyrir hann; sjálfan langaði hann mest til að halda áfram alfræðisstörfum sínum; vinum hans á Englandi þótti þótti það hneyksli næst, að hann skyldi verja tímanum til að semja skólabækur; trúbræð- ur hans í Lissa vildu fá hann til sín, og de Geer, er styrkti hann með fjárframlagi, fann að því, er fram í sótti, hve seint bókagjörðin gengi, og liafði jafnvel við orð, að svipta hann fjárstyrknum. Þá skrifaði Comeníus honum: það er ekki mannúðlegt,

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.