Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 66
64
þeir g'jöri almenning hygginn, ráðvandan og guð-
hræddan. Skólaáginn má ekki vera strangur, en
kennslu ætti að haga þannig, að börnin legðu fram
krapta sína af fúsum vilja, en lærðu ekki af nauð-
ung. Kennarinn þarf að gjörkynna sjer barnseðlið
og haga kennslu sinni og uppeldi eptir því.
Námsaldrinum skiptir Comeníus í fjögur sex ára
tímabil, og ætlast hann til, að sinn skólinn sje handa
hverju tímabilinu. Fyrstu sex árin eiga börnin að
vera í heimilisskólanum, eða móðurskólanum, er hann
svo kallar; sá skóli á að vera á hverju heimili. Þá
tekur við barnaskólinn handa barninu frá því það
■6—12 ára; að því búnu kemur latínuskólinn eða
lærði skólinn, handa þeim, er þann veg ganga, frá
12—18 ára aldurs, og loks háskólinn frá 18—24
ára.
Coraeníus skrifaði sjerstaka bók handa móður-
skólanum; sýnir hann þarfram á, hve undra margt
börnin geti lært á fyrstu árunum, og hve mikið sje
undir því komið, að fyrsti grundvöllurinn sje vel og
haganlegalagður; hann bendir mönnum þar á margt,
er Fröbel, frumkvöðull barnagarðanna, síðar fylgdi
fram og fjekk framkvæmt í verki. Hann kveður
það áríðandi, að móðirin byrji svo fljótt sem unnt
er að fræða börnin um það, sem nauðsyn sje að vita
síðar meir. Á 6 fyrstu árunum geta börnin lært að
þekkja nokkuð úr ríki náttúrunnar; þau geta lært að
þekkja vatn, jörð, lopt, eld, járn, trje, fugla o. s. frv.
Um líkamann geta þau nokkuð lært. Ljósfræðina
má gefa þeim hugmynd um; þau læra að þekkja
ljós og skugga, höfuðlitina o. s. frv. Um stjörnu-
fræðina geta þau fengið nokkuð að vita; þau má
fræða urn himininn, sól, tungl og stjörnur. I landa-
.