Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Qupperneq 68
66
ósjerplægni og ósjerhlifni. En ógæfan 'var, að hannt
var uppi á þeim tíma sem hann var. Það var ekki
hentugurtími tilfriðar-ogmenntunarstarfa sátimi, er 30-
ára stríðið stóð, sízt í Þýzkalandi. Því varð í bráð minni
árangur af störfum hans en ella hefði mátt vænta,
en rit hans lifðu hann og biðu betri tíma, til að bera
þá ávöxt; þau voru það framtíðarsæði er ávaxtar-
samt hefur orðið í menningarakri síðari tímanna.
Nú kannast menn við, hve sýnt honum var um, að
meta rjett menntunargildi hinna einstöku námsgreina,.
og að hann var manna glöggvastur á sinni tíð, að-
sjá og finna heppilega meðferð kennslugreinanna.
Hann vill, að nátturan sje tekin til fyrirmynd-
ar við alla kennslu; tekur hann til dæmis, hvernig
fuglinn myndist í egginu, hvernig húsasmiðurinn hagi
smíði sínu, og fleira þess konar, og leiðir kennslu-
reglur sinar út af þessu. Skulu hjer settar nokkrar
af reglum þeim, er hann gefur í kennslufræði sinni..
1. Náttúran notar hœfa tið. Fuglinn byggir ekki
hreiður nje verpir í vetrarkuldanum, heldur á
vorin, þegar sólin færir nýtt líf í allt. Sam-
kvæmt því á menntun mannsins að byrja á vori
lífsins, á barnsaldrinum. Morgunstundirnar eru
bezt fallnar til náms. Kennslugreinunum þarf að'
að haga eptir þroska og skilningi nemendanna.
2. Náttúran hýr efnið undir, áður en hún gefur þvi
mynd. Þannig er með fuglseggið. Iíúsasmiður-
inn dregur að sjer efnið, áður en hann byggir
húsið. Því skal og kennarinn hafa til bækur og
önnur kennsluáhöld, áður en hann byrjar kennslu.
Þess vegna ríður líka á að glæða við kennsl-
una fyrst skilninginn. Ekkert mál á að læra
af málfræði, heldur af ræðum og ritum. Gagn-