Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 69

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 69
67 fræðaþekking á að ganga á undan ínálþekkingu, og dæmin á undan reglunum. 3. Ndttúran velur hœfilegt efni, eða gjörir það að öðr- um lcosti hœflegt til starfa síns. Fuglinn situr ekki á öðru en eggjum til að unga út; steinum ryður hann á braut. Af þessu leiðir, að þegar leggja á stund á einhverja námsgrein, þá þarf fyrst að búa anda nemendans svo undir hana, að hann sje móttækilegur fyrir hana. Öllum tálm- unum þarf að bægja á bcaut. 4. Náttúran kemur ekki ruglingi á starf sitt, með þvl að taka margt fyrir í einu, heldur þokar því áfram stig af stigi eptir fastri reglu. I egginu myndast unginn stig af stigi. Þar af leiðir, að nemendur mega ekki heldur gefa sig við nema einni náms- grein í senn. 5. Náttúran byrjar fyrst störf sin að innan oggengur út á við. Fuglinum veitir hún ekki fyrst klær, fiður eða húð, heldur innri hluta líkamans. Frá trjenu innanverðu gengur næringin út á við til allra hluta þess. Við alla kennslu er og fyrst um það að gjöra, að nemandinn komist inn í efnið,. skilji það; síðan er að festa það minninu, koma orðum að því og vinna að því með hendinni. 6. Náttúran byrjar á hinu almenna og endar á hinu einstaka. I egginu felst fyrst mynd alls fuglsins, siðan þroskast hinir einstöku hlutar hans. Mál- arinn málar ekki fyrst eitt eyra, lieldur byrjar hann á, að gjöra alla frumdrætti alls andlitsins, og málar síðan hina einstöku hluta þess. Á sama hátt skal fyrst gefa almennt yfirlit yfir, hvert heldur er mál, vísindi eða litir, svo að komi fram heil mynd af því; síðan skal auka fræðsluna með B*

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.