Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 73

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 73
71 þeim hefur verið nægilega sýnt, hvernig gjöra skuli. Náttúran hagnýtir sjer hvað eina sem bezt. Egg- ið hefir í sjer fólginn eiginn hita sinn; auk þess nýtur það hita af móðurinni og sólunni. Eng- inn kennari skyldi slá barn, þótt. námið gangi ekki sem skyldi. Því að hverjum er það að kenna, ef það lærir ekki? Getur ekki sökin hvílt á kennaranum? Kennarinn á greinilega að sýna barninu, hvernig námið skuli byrja, og hvernig því skuli haldið fram; hann á að láta það nota sem flest af skilningarvitum sínum að hægt er i hvert sinn. í). Náttúran framleiðir eJckert svo, að eigi sje auð- sjeð, að hverju haldi það megi Jcoma. A vængj- unum má sjá, að þeir eru ætlaðir til að fljúga með. Það er mikill ljettir fyrir nemandann, að honum sje sýnt, hvert gagn hann geti í lífinu haft af þvi, sem hann -lærir. Þetta skyldi gert, þá kennd eru mál, reikningur, eðlisfræði o. fl. Því skyldi það eitt kennt, sem auðsjeð er að hverjum notum má verða. Hvernig á kennslan að verða staðgóð? 1. Náttúran byrjar elclcert ófyrirsynju og sleppir engu nauðsynlegu. I skólunum ætti það eitt að kenna, sem að gagni má verða í þessu eða kom- anda lífi. Það er ekki einhlítt, að nemandinn öðlist þekkingu; þekkingunni þarf að vera sam- fara siðgæði og guðhræðsla. 2. Náttúran leggur grundvöll undir hvað eina, veitir þvi rœtur. Jurtin situr föst á rót sinni. Hjá æskumanninum þarf að vekja mætur á náminu.

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.