Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 76
Moð
um uppeldi barna og unglinga.
Það veitti eigi af að rita heila bók um það,
Tivernig allir yfir höfuð ættu að hegða sér við börn
og unglinga. 0g bók þá — yrði hún annars góð—
■ætti hver maður að eiga, og einkum þeir, sem yfir
börnum og unglingum eiga að segja. Aldrei verður
•ofsagt, hve vandasamt uppeldið sé. Og víða er enn
þá svo sem engi mynd á því. Það eru samt alls
•eigi að eins foreldrar, húsbændur og kennarar, sem
hér eiga hlut að máli, heldur allir, sem nokkuð eiga
yfir ungum að segja og saman við þá að sælda.
Mörg hjú til dæmis hafa mikil áhrif á börn, bæði
góð og ill.
Eg ætla eigi að sinni að lýsa þvi, hvernig upp-
eldið hjá oss sé, lieldur drepa á með nokkrum ráð-
um, hvernig það eigi að vera. En eins og fyrdrsögn
ritgjörðar þessarar boðar, verður hér að eins smá-
brot, molar eða moð. í »Heilræðum til barnakenn-
-ara« hef eg reynt að sýna í heild, hvernig eg í að-
alatriðunum vilji hafa kennslu og uppeldi, og til
þeirra vísa eg þeim, er nákvæmar vilja vita mein-
ing mína um þetta. Að sinni hef eg eigi betra að
bjóða. í tímariti þessu hafa líka komið margar á-
gætar ritgjörðir um kennslu og uppeldi, og álít eg