Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Qupperneq 78
76
sem viðvörunarmyndir. Og til þess munu skáldm
hafa ætlazt. Eg held, að aliar nefndar fyrirmyndir
hlytu að hafa góð áhrif á unglingana. Vór þurfum
að fá fleiri þvilíkar fyrirmyndir, sem sýna oss hið-
góða, sanna og rétta.
En eigi er nóg að láta unglingana sjd og heyra
um hið góða og rétta; þeir þurfa líka að reyna, að
það sé til. Gullöld og englalíf er enn þá til á jörð-
unni, hvar sem kærleikurinn, sannleikurinn og rétt-
Jætið drottnar. Lát því unglingana reyna elsJcu,
sannleik og rettlœti. Eigi er nóg að elska þá líkt
og ungar skepnur, sem þú lieflr gaman af. Eigi er-
heldur nóg að fara vel meðþáaf tómri meðaumkvun
eða tómu göfuglyndi. Alít því aldrei börn eins og
verur lægri þér. JElsJca Jieldur J>örn og ungJinga með
virðingu, og virtu þau eins og beztu mannblóm, sem
þú álítur æðri, hreinni og betri sjálfum þér. Sýndu
þeim virðingu þessa í orðum, viðmóti og ailri hegð-
un þinni við þá. EJsJca þú J>örn og ungJinga rneð'
trausti, svo þú trúir þvi, sem þau segja, og treystir
því, sem þau lofa. Lát þau sjá og reyna, að þú
treystir þeim. Trúðu þeim því jáfnvel fyrir milcil-
vægum lilutum, en varast eins og glæp að tortryggja.
þau ástæðulaust. Með traustinu og virðingunni á-
vinnur þú þér ást og virðing þeirra, og kennir þeim
að verða sjálfstæð. Segðu allt af satt við börnin,
og entu öll þín loforð við þau í smáu sem stóru.
Tel þeim aldrei trú um neitt það, sem þú ekki trúir
sjálfur. Bjóð þeim hvorld oflof né oflast. Bjóð þeim
aldrei hræsnisblíðu, né uppgerðarvináttu, tál né
smjaður. Lát viðmót, breytni og orð þín við þau
og eins orð þín um þau vera samhljóða, vera hvað
öðru alveg samkvæmt,—ástúðlegt viðmót, elskufulla