Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Síða 79
77
breytni, blíð orð í viðræðum, gott mál á bak! Tala
■aldrei verr um þau á bak en brjóst! Ber eigi út
bresti þeirra.
Gerðu öllum börnum rétt, og varast illyrði og
•ónotasemi, hlutdrægni og tortryggni og annað rang-
læti. Bjóð þeim aldrei þau ill.yrði, óvirðingarorð eða
■óvirðingarmerki, sem þú eigi myndir bjóða fullorðnum.
Ef þú gerir þeim rangt, svo játa það og bæt þeim.
Vittu það, að réttlætið er hlutur, sem allir eiga
heimting á, og sem allir ættu að geta sýnt öðrum.
'Öllum er eigi gefið að geta elskað heitt og blítt og
sýnt ástina í orðum, atlotum og verkum. En allir
;geta gert börnum rétt. Getirðu eigi verið góðurvið
þau, þá sneiddu þig hjá þeim. Viljir þau eklci leika
við þau, svo spill eigi leik þeirra með glettni eða
■ónotum. Getir þú eigi sýnt þeim blíðuatlot, þá get-
ur þú samt varazt að fara illa með þau, meiða og
smána þau, stjaka þeim og stríða, hæða þau og
hræða. Kallir þú þau ekki til þín að skemmta þeim,
•svo rek þau ekki frá þér, er þau koma. Legg nokkuð
•á þig til að gleðja þau. Eitt sinn þekkti eg gamlan heið-
virðan bónda, er leiddist spil, en gerði það þó oft
fyrir tökubarn sitt að spila við það. Arg það og
kuldi, sem viða, allt of viða, er beitt við börn, ætti
■ekki einungis alveg að leggjast niður, heldur ættu
allir að hafa hugfast, að gera jafnan eitthvað, til að
gleðja og manna sérhvert barn, sem þeir búa saman
við. En láttu börnin líka vita, að réttlætið lætur
ekki að sér hæða. Þótt þú álitir þau góð eins og
■engla, þá raáttu ekki samt gera þau að goðum. Gæt
þess, að slíkir englar geta fallið og falla oft og þurfa
því áminningar og ef til vill stundum hirtingar við.
Ifisbjóði þau virðingarelsku þinni með óhlýðni og