Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 84

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 84
82 helgumstað*, ogsvohitt: »Hver, sem meðtekurlþettai. harn, sá meðtekur mig». En þarf eigi að gera mun á hegðun við pilt- börn og við stúllcubörn? Hvað líkamlegt uppeldi, svo sem vinnu og fimleika snertir, þarf hér munur að' vera. Og sumar bóklegar fræðigreinir geta líka verið nytsamari fyrir eitt kyn en annað. En sið- ferðisuppeldið held eg, að sé hér um bil hið sama. f'yrir piltinn og stúlkuna. Eg hef ætíð hegðað mér mjög líkt við öll börn. Samt á að gæta þess, að meðal stúlkubarna eru að tiltölu oftar viðkvæm og veiklynd börn. Til þessa verður tillit að taka. Þau börn, sem eru viðkvæm og veik fyrir, þurfa fremur öðrum börnum, að breytt sé við þau með mestu ná- kvæmni, fínleik, lipurð, ástúð og göfuglyndi. III. Gleymum aldrei, að elskan er máttarstoð upp- eldisins. Gleymska þessa atriðis er ómælanlega skaðsöm. Því eru sum börn, þótt óspillt sé kölluð,. svo óþæg, hortug og lotningarlaus við kennara sína og yfirboða? Því eru þau svo gjörn á að leita að göllum hjá þeim, svo fim og skarpsýn að finna gall- ana, og svo ólm í að tala um þá og útræma þá? Þetta allt kemur oft af þvi, að þau hvorki elska né virða kennara sína eða yfirboða. En því gera þau það ekki? Ástleysi barna kemur af ástleysi kenn- ara eða yfirboða. Þeir eru þeim oft kaldir, harðir og vanþakklátir, fara með þau eins og óæðri verur, og láta þau sjaldan sjá né finna, að sér þyki neitt varið í elsku þeirra, athafnir eða leiki. Virðingar- skortur barnanna kemur oft af því, að kennararnir óvirða þau með orðum og viðmóti, og eins af þvír

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.