Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 85

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 85
að þeir eru ekki eins vitrir og vandaðir og þeir þykjast vera, eða eins strangir við sjálfa sig ogþeir eiga að vera—. En samt, þrátt fyrir galla þessa, er ætlazt til, að börnin virði þá, álíti þá vitrari og betri sér, skoði þá sem drottna og fyrirmyndir. Og sjálfirþeir ætlast einnig til þess, og láta börnin meira eða minna á sér skilja, að þeir séu það og eigi því heimting á lotning, auðmýkt og hlýðni barnanna. Það særir sjálfstilfinning barnsins og leggst eins og farg á sálu þess, að þurfa alltaf að beygja sig fyrir þeim, sem það hvorki getur elskað eða virt. Til þess að létta af sér fargi þessu, leitar það meira eða minna ósjálf- rátt að brestum kennara og yfirboða. Og það gleðst, er það finnur þá, því þá er eins og farginu létti af sálunni. Léttir þessi birtir sig sem undanþágutil- finning frá virðingar- og lilýðnisskyldunni við hinn rangláta harðstjóra. Því undanþágukennd þessi vakn- ar einmitt við meðvitundina um vöntun kosta þeirra hjá yfirboðanum, sem gjöra hann virðingar- og hlýðn- isverðan. En væri barnið elskað og virt, væri kenn- arinn þvi eins og ástúðlegur og hógvær eldri vinur og bróðir, þá fyndi barnið, að það ætti jafnan von á vernd og aðstoð, fróðleik og skemmtun, viðurkenn- ing og réttlátum boðum, umburðarlyndi og nærgætni; þá félli þvi létt og ljúft að hlýða. Og vissi það, að hann sæi og viðurkenndi galla sína, þá mundi það gjöra sjer minna far um að leita að þeim. Og sæi það og fyndi, að hann væri nógu^strangur við sjálf- an sig, þá mundi því ekki þykja nema von, að hann væri strangur við það, er það gjörði rangt. 6»

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.