Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 88
86
Og þegar það loksins uppgötvar brot hans og sér
Ijótleik þess, fær það enn meiri óbeit á honum, en
það hefði fengið, ef hann liefði játað það í tíma fyrir
því. Játi hann það og bæti, eins og áður er sagt,
þá mun sérhvert óspillt barn virða hann fyrir játn-
ing hans og bót. Og virðing sú mun optast — sé
brotið eigi því stærra eða því oftar framið — verða
nóg til þess, að setja hann jafnhátt (ef eigi hærra)
í áliti lijá því og hann var, áður en liann braut.
Gjöri nú eitthvert barn gys að sjálfri yfirbót hans eða
afsökunarbeiðni, þá sýnir það með því, að það er spillt
eða þekkir eigi eitt af meginboðum kristilegs siða-
lærdóms og þarf því að lagast og uppfræðast. En
bezta lögunin og fræðslan fyrir það er þessi nefndi
strangleiki kennarans við sjálfan sig. Strangleiki
þessi styrkir siðferðisöfi hans og veitir honum fyllsta
rétt og kjark til að heimta, að barnið hlýði siðlög-
unum og gegni boðum hans. Eg hefi gjört þetta og
allt farið vel, enda hef eg nú eingöngu átt við góð
börn sem kennari. En ekkert barn er svo spillt, að
els/ca og réttlœti ekki bæti það.
Guðmundur IJjaltason.