Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 89

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 89
Lesæfmgabók. i. Fátítt mun, að N. T. sje liaft til stöfunar. Staf- rófskver J. 0. er í almennu uppáhaldi, — en mörg- um kœmi vel að fá það með stærra letri, atkvæða- kaflana að minnsta kosti. — Og fáir munu kjósa að kenna lestur án stöfunar — þar sem það er gjört erlendis, er það af því, að málin neyða menn til þess; það gerir vort mál ekki, og er það mikilsvert. Hjá oss gengur öllum venjulega gáfuðum börnum vel að læra stöfun; en sje hún vanrækt, gengur illa að bæta það upp síðar; »lengi býr að fyrstu gerð«. Þeir sem fyrir slíkri vanrækt hafa orðið, eru flestir auðþekktir af stafsetning sinni, og það sumir, sem síðan hafa lært á góðum barnaskólum, t. a. m. i Reykjavík. Vist er um það, að mörg börn, sem eigi eru námfús, fá leiða á lestrar-æfingabókinni sinni; en hiu námfúsari — og þau eru þó ekki færri, sem betur fer, — fá líka mætur á henni. Meðfram er slíkt undir kennslunni komið. Hentug lestraræfingabók getur óefað greitt fyrir lestrarnámi; en lestri N. T. gerir hún því að eins meira gagn en ógagn, að efni hennar glæði trúar- tilhneiginguna. Br. J.

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.