Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 90

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 90
88 II. Það vill svo vel til fyrir mig, að jeg er i flestu- samdóma hinum mikilsvirta höfundi, er vakið hefir máls á lesbókarmálinu, bæði í Kirkjublaðinu og nú hjer, en þó kemur fram ofurlítill skoðanamunur hjá okkur, eða líklega öllu heldur, það lítur út I fljótu bragði, að hann komi fram, því að í raun og- veru munum við vera sammála í öllum aðalatriðum. Það er líklega nokkuð djúpt tekið í árinni að segja, að önnur mál neyði til að kenna lestur án stöfunar. Stöfunaraðferð hefur almennt verið fylgt. erlendis, og það sumstaðar allt fram undir þessa tíma. Hitt er aptur alveg satt og rjett, að minni þörf er fyrir oss að taka upp hljóðkennsluaðferð en aðra, því að vjer ritum manna næst framburði, þótt í allmörgu skilji á, og vart mundi ráðlegt, að hljóð- kennsluaðferð væri tekin upp hjá oss almennt að svo stöddu. Til þess að það gæti haft verulegan ljetti í för með sjer, mundi þurfa að draga byrjunarkennslu í lestri úr höndum mæðranna og heimilanna, og fá hana æfðum kennara, en auk þess sem slíku mundi naumast verða við komið, þá munu flestir óska þess, að sem allra mest samvinna geti verið milli heimila og kennara, og að heimilin taki sem mestan þátt í unglingafræðslunni, þótt skólum og farandkennurum fjölgi. Lesbókin verður mjög að vera undir því kom- in, hverja aðferð menn vilja hafa við lestarkennsl- una og móðurmálskennsluna. Það virðist margt mæla með því, að setja í sem nánast samband lestr- arkennslu, málfræðiskennslu, rjettritunarkennslu og stýlagjörð, og að hafa lesbókina til stuðnings við-

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.