Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 97
95
kvað svo á, að leita skyldi álits barnakennara og
alþýðukennara ura það, hverja stafsetningu þeir
mundu helzt kjósa, og skyldi þá aptur taka málið
til nýrrar athugunár og uraræðu.
Þórhallur Bjarnarson, prestaskólakennari, var
frummælandi sögukennslunnar. Taldi hann söguna
svo menntandi visindi, enda svo auðkennda börnum,
ef rjett væri á haldið, að hún ætti að sjálfsögðu að
vera kennslugrein í barnaskólum. En fyrst ,um sinn
lilyti þetta mál að stranda á því, að kennslubók
væri engin til, er hentug væri til afnota við slíka1 '
kennslu. Hann gaf nokkrar bendingar um það, ‘
hvernig kennslubók í sögu handa börnum ætti að
sinni ætlun að vera samin. Fundurinn var yfir höf-
uð að tala á sama máli og formælandi, og fal stjórn
kennarafjelagsins að fara þess á leit, að stjórnin
fengi fje nokkurt til umráða, til þess að borga rit-
laun og styrkja útgáfu kennslubókar í sögu, svo og
annara kennslubóka, er mest væri þörfin á.
Engin mál voru uppborin af hálfu fjelagsmanna,
og ekki gerðist að öðru leyti neitt markvert á fundinum.
Fjelagsmannatala var lík og á seinasta fundi.
Tveir höfðu dáið á þessu ári: E. Tli. Jónansen amtmað-
ur og Sveinn búfræðingur Sveinsson; tveir nýir fje-
lagsmenn bættust við, en 3 höfðu sagt sig úr fje-
laginu.
Sýning skólavinmi.
Samkvæmt uppástungu frá forstöðukonu kvenna-
skólans á Ytriey, og eptir ákvæði aðalfundar kenn-
arafjelagsins í fyrra, boðaði stjórn fjeiagsins til sýn-
ingar ýmiss konar skólavinnu, og skyldi sýningin
vera samfara ársfundi tjelagsins í sumar.
Þeir skólar, er sendu muni á sýninguna, voru:
Jcvennaslcólarnir allir, nema kvennaskóli sá í Reykja-
vík, er frú Thora Melsted veitir forstöðu, og af
barnaskólum að eins barnaskólinn í Reylcjavik. Svo
hafði og skólastjóri Morten Hansen sýningu ýmissa
kennsluáhalda, eins og á seinasta aðalfundi.
Ekki var sýning þessi fjölskrúðug, og allt of