Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 9

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 9
 Guð­ný Björk Ey­dal Þró­un og einkenni ís­lens­krar um­önnunars­tefnu 1944–2004 Í greininni er fjallað um þróun íslenskrar umönnunarstefnu frá sögulegu sjónarhorni og samanburðarsjónarhorni á tímabilinu 1944–2004 . Umfang og einkenni réttinda hérlendis eru borin saman við önnur Norðurlönd . Með umönnunarstefnu er vísað til stefnu stjórnvalda hvað varðar stuðning hins opinbera vegna umönnunar ungra barna, hvort sem um er að ræða greiðslur til foreldra (t .d . vegna fæðingarorlofs og umönnunar) eða niðurgreidda þjónustu (t .d . vegna leikskóla og dagmæðra) . Frá því að fyrst var rætt á Alþingi um þörf fyrir löggjöf um dagvist og fæðingarorlof, á fimmta áratug síðustu aldar, hafa orðið miklar breytingar á stuðn­ ingi hins opinbera vegna umönnunar ungra barna . Síðan fyrstu lög um leikskóla voru sett árið 1973 hefur framboð verið aukið og starfsemin efld . Árið 2004 var hlutfall barna í leikskólum hérlendis sambærilegt við hlutfallið í Danmörku og Svíþjóð, sem er með því hæsta sem gerist í Evrópu . Íslendingar voru lengst af eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða hvað varðar rétt foreldra til fæðingarorlofs, en með nýjum lögum um fæðingar­ og foreldraorlof frá árinu 2000 hefur orðið mikil breyting þar á, sérstaklega hvað varðar sjálfstæðan rétt feðra til orlofs, sem er hvergi meiri . Þegar stuðningur við foreldra yngstu barnanna í löndunum er borinn saman kemur eigi að síður í ljós að í heild fá íslenskir foreldrar minni stuðning en nágrannar þeirra . Í Danmörku og Svíþjóð er lengra fæðingarorlof en hér og í Finnlandi og Noregi hefur foreldr­ um staðið til boða að fá greiðslur vegna umönnunar barna þar til þau ná þriggja ára aldri . inngangur Norðurlönd eru þekkt fyrir að veita foreldrum ungra barna öflugan stuðning vegna umönnunar barnanna, allt frá fæðingu og þar til börnin hefja nám í grunnskóla (Finch, 2006; Gornick og Meyers, 2003). Hugtakið umönnunarstefna (e. child care policy)vísar til heildarmyndar af þeim stuðningi sem hið opinbera veitir foreldrum ungra barna, hvort sem um er að ræða þjónustu eða greiðslur (Rostgaard og Fridberg, 1998). Á Norðurlöndum hafa röksemdir fyrir slíkum stuðningi einkum verið: (a) að ríkinu beri að styðja fjölskyldur til að veita börnum sem besta umönnun; (b) að slíkur stuðningur sé nauðsynlegur til að tryggja mæðrum og feðrum tækifæri til að sinna atvinnu og umönnun barna sinna (Leira, 1992; Bradshaw og Hatland, 2006). Markmið þessarar Uppeldi og menntun 1. árgangur 2. hefti, 2006
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.