Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Qupperneq 9
Guðný Björk Eydal
Þróun og einkenni íslenskrar
umönnunarstefnu 1944–2004
Í greininni er fjallað um þróun íslenskrar umönnunarstefnu frá sögulegu sjónarhorni og
samanburðarsjónarhorni á tímabilinu 1944–2004 . Umfang og einkenni réttinda hérlendis eru
borin saman við önnur Norðurlönd . Með umönnunarstefnu er vísað til stefnu stjórnvalda
hvað varðar stuðning hins opinbera vegna umönnunar ungra barna, hvort sem um er að ræða
greiðslur til foreldra (t .d . vegna fæðingarorlofs og umönnunar) eða niðurgreidda þjónustu (t .d .
vegna leikskóla og dagmæðra) . Frá því að fyrst var rætt á Alþingi um þörf fyrir löggjöf um
dagvist og fæðingarorlof, á fimmta áratug síðustu aldar, hafa orðið miklar breytingar á stuðn
ingi hins opinbera vegna umönnunar ungra barna . Síðan fyrstu lög um leikskóla voru sett árið
1973 hefur framboð verið aukið og starfsemin efld . Árið 2004 var hlutfall barna í leikskólum
hérlendis sambærilegt við hlutfallið í Danmörku og Svíþjóð, sem er með því hæsta sem gerist
í Evrópu . Íslendingar voru lengst af eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða hvað varðar rétt
foreldra til fæðingarorlofs, en með nýjum lögum um fæðingar og foreldraorlof frá árinu 2000
hefur orðið mikil breyting þar á, sérstaklega hvað varðar sjálfstæðan rétt feðra til orlofs, sem
er hvergi meiri . Þegar stuðningur við foreldra yngstu barnanna í löndunum er borinn saman
kemur eigi að síður í ljós að í heild fá íslenskir foreldrar minni stuðning en nágrannar þeirra .
Í Danmörku og Svíþjóð er lengra fæðingarorlof en hér og í Finnlandi og Noregi hefur foreldr
um staðið til boða að fá greiðslur vegna umönnunar barna þar til þau ná þriggja ára aldri .
inngangur
Norðurlönd eru þekkt fyrir að veita foreldrum ungra barna öflugan stuðning vegna
umönnunar barnanna, allt frá fæðingu og þar til börnin hefja nám í grunnskóla (Finch,
2006; Gornick og Meyers, 2003). Hugtakið umönnunarstefna (e. child care policy)vísar
til heildarmyndar af þeim stuðningi sem hið opinbera veitir foreldrum ungra barna,
hvort sem um er að ræða þjónustu eða greiðslur (Rostgaard og Fridberg, 1998). Á
Norðurlöndum hafa röksemdir fyrir slíkum stuðningi einkum verið: (a) að ríkinu beri
að styðja fjölskyldur til að veita börnum sem besta umönnun; (b) að slíkur stuðningur
sé nauðsynlegur til að tryggja mæðrum og feðrum tækifæri til að sinna atvinnu og
umönnun barna sinna (Leira, 1992; Bradshaw og Hatland, 2006). Markmið þessarar
Uppeldi og menntun
1. árgangur 2. hefti, 2006